Stutt pils tákn um frelsi

Mínípilsið er nátengdara kynhlutverkum heldur en nokkur önnur flík að frátöldum háum hælum. Flíkin hefur valdið meiri deilum en nokkur önnur flík síðustu áragtugi, segir á vef danska ríkisútvarpsins Lev nu. Lifðu núna stytti örlítið og endursagði.

Gagnrýnt harðlega

Stutt pils hafa komið í tísku og farið úr tísku síðast liðna áratugi eða allt frá því að  breski hönnuðurinn Mary Quant setti það á markað í London um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Pilsið vakti þá gríðarlega mikla athygli og var gagnrýnt harðlega. „Pilsið er miklu meira en tíska,“ segir rithöfundurinn Pia Friis Laneth, en hún hefur skrifað bækur um konur og kvennfrelsisbaráttu. „Mínípilsið var frelsistákn kvenna á sjöunda áratugnum,“ segir hún. Þó pilsið sé talið „sexý“ í dag var það svo sannarlega ekki raunin í upphafi heldur táknaði það frelsi og að konur gætu klætt sig eins og þeim sýndist. Það var uppreisn gegn stundaglasslögun eftirstríðsáranna þar sem áherslan var á mjaðmir og móðurhlutverk kvenna.

Gátu framlengt æskuna

Pia Friis bendir á að á sjöunda áratugnum hafi konur fengið aðgang að getnaðarvörnum eins og pillunni, aðgang að fríum fóstureyðingum og almennt bættri heilbrigðisþjónustu en allir þessir þættir stuðluðu að aukinni frelsistilfinningu ungmenna þeirra tíma.  Þetta þýddi að stúlkur gátu í raun framlengt æskuna, urðu ekki mæður 18, 19 eða 20 ára. Þær gátu sótt sér menntun, verið á vinnumarkaði og fengu það á tilfinninguna að þeim væru allir vegir færir og að þær gætu klifið metorðastigann.  Allt var þetta tengt, og maður getur ekki undanskilið þessa hluti frá því að geta gengið um í stuttu pilsi og fundið sumargoluna leika um fótleggina meðan hratt er hjólað. Allt hékk þetta saman. Í heimildarmynd sem danska ríkissjónvarpið gerði „Mínípilsið og byltingin“ leggur Pia Friis Laneth áherslu á að pilssídd hafi ávallt fylgt kvenfrelsisbaráttu og kvenfrelsi. Þegar frelsi eykst styttast pilsin og síkka við aukið helsi.

Hálfri öld síðar

Félagsfræðingurinn Michael Kimmel segir að konur hafi farið í stutt pils til að segja: „Þetta er minn líkami sem ég er stolt af og sem ég vil sýna.“  Karmenn upplifðu og upplifa það svo þannig að konur vilji hlutgera sig sjálfar sem svo aftur veiti karlmönnum leyfi til að hlutgera þær. Nú hálfri öld síðar, er stuttpislið ennþá efni umræðu og blaðagreina. Greinar um konur í stuttum pilsum fjalla gjarnan um konur sem í augum einhverra hlutgera sig sjálfar íklæddar mínípilsi og kalla þannig yfir sig kynferðislega áreitni og ofbeldi. Mínípilsið er nátengdarara kynferði en nokkur annar klæðnaður að háum hælum frátöldum segir Michael Kimmel:  „Af því það felur og hylur það sem karlmenn girnast. Það tengist bæði kynfrelsi og kúgun kvenna. Það er það sem gerir mínípilsið svo mikilvægt“ segir hann.

Hippatískan

Á áttunda áratugnum síkkkuðu pils og kjólar með hippatískunni. Nú var það ekki vegna kúgunar feðraveldisins heldur vildu konur á þeim tíma sýna samstöðu með kynsysrum sínum í öðrum heimshlutum. En áratug síðar voru pilsin og kjólarnir aftur orðnir stuttir, en í þetta sinn án þess rammakveins sem hljómaði á sjöunda áratugnum. Allar götur síðan hefur mínípilsið verið meira og minna í tísku í öllum hugsanlegum litum og formum.  Það er ekkert sem bendir til þess að mínípilsið muni hverfa. „Mínípilsið er komið til að vera. Það mun hverfa stöku sinnum úr fataskápnum en ávalt snúa tilbaka. Það skiptir máli enn í dag“ segir Pia Friis Laneth.

Klassísk flík

Ef litið er til tískunnar hér og nú á mínípilsið sinn fasta stað í tímaritum og á tískusýningum. Það getur Anne Lose sem er aðalritstjóri Euroeoman staðfest en hún fylgist grannt með tískuheiminum:  „Í dag er mínípilsið sígild flík sem ekki er hægt að líta framhjá ekki frekar en hvítri skyrtu og svörtum jakka.“ segir hún. Það passar öllum, þú getur verið háfætt og með mjóa leggi eða með svolítið breiðar mjaðmir  en samt klæir sutta pilsið þig ótrúlega vel,“ segir hún.

Ritstjórn ágúst 25, 2016 11:30