Þegar þú rekur augun í fáein grá hár

Hvernig má það vera að 40 sé hið nýja 30 og að 50 sé hið nýja 40? Eru stærðfræðingar orðnir eitthvað ruglaðir eða ert þú kannski alveg snar galinn? 60 er hið nýja … gleymum þessu. Ef þú tekur sjálfa þig ekki mjög alvarlega ættirðu að líta í spegilinn og hlæja smávegis vegna þess að það má lifa lengi á góðu skopskyni segja þau, Leslie Zinberg  og Kay Ziplow í pistli á Huffington Post.

Við viljum helst telja sjálfum okkur trú um að aldur sé ekkert annað en einhver tala en fjölmiðlar og samfélagsmiðlar skapa í raun þá ímynd að það sé ómögulegt að sætta sig við aldur sinn eða að það sé ekki fallegt að eldast. Daglega erum við minnt á að fólk 50 ára og eldra sé eins og týndur þjóðflokkur. Í sannleika sagt er þetta oft niðurdrepandi. Hversu oft sérðu 60,70, eða 80 ára konu á forsíðum blaðanna? Þau skipti má telja á fingrum annarar handar.

Þegar við tökum okkur tíma til þess að njóta þessarar ferðar sem ævi okkar er förum við  brjóta heilann um hvaðan þessi litlu gráu hár koma? Hefurðu hugmynd um það? Hvar voru þau áður? Það dugar að segja að við höfum aldrei boðið þeim að taka þátt í lífi okkar, þekkirðu kannski einhvern sem hefur boðið þau velkomin? „Láttu þig hverfa“ eru skilaboð okkar  til okkar sjálfra og að þeim orðum sögðum grípum við plokkarann eða hlaupum  á hárgreiðslustofuna.

Að öllu gamni slepptu hefur aldur ekkert með það að gera hverju við getum áorkað, tileinkað okkur eða lært. Við erum stolt af því hvar við erum og hvað við erum gömul. Að eldast er tækifæri en ekki lokaðar dyr.  Við ættum að njóta unaðar, áskorana og daglegra tækifæra til þess að lifa, elska og upplifa það hvað er að vera lifandi. Líf þitt er saga, deildu henni  og snertu aðra með nærveru þinni.

Einfalt ráð til að lifa lífinu? Losaðu þig við alla sem nota orðfæri eins og: „Get ekki“, „aldrei“, eða „vil ekki“ og nálgastu þá kunningja þína sem tala um möguleika, spennu, lífsfyllingu og annað jákvætt sem örvar þig. Þó Nike noti frasann „Gerðu það bara“ eða „Just do it“ segjum við „gríptu það“. Taktu stjórnina í þínu lífi og brunaðu áfram. Vertu samt viss um að plokkarinn sé með í för, segja Leslie Zinberg  og Kay Ziplow að lokum.

 

Ritstjórn september 9, 2016 10:47