Við elskum að slúðra

Fólk elskar að slúðra jafnvel þó það telji það rangt. Slúður bindur fólk saman sem manneskjur. Fólk hefur slúðrað frá örófi alda, segir í nýlegri grein sem Susanne Visö Grön skrifar á vef danska ríkisútvarpsisns dr.dk. Fólk er félagslynt. Maðurinn er hópdýr og fólk vill tilheyra hjörðinni. Við speglum okkur í samferðamönnunnum okkar. Segjum hinum í hópnum frá því sem við sjáum og upplifum. Við gefum skýrslu um hina í hópnum í smáum skömmtum og fáum sögur frá öðrum til baka. Slúður getur látið okkur finnast við eiga eitthvað sameiginlegt með fólki sem við þekkjum lítið sem ekkert. Það myndar tengsl á milli fólks. Það er hins vegar verið fín lína milli slúðurs og illmælgi. Ef slúðrið er illskeytt getur það sært og snúist upp í einelti. Henrik Tingleff sálfræðingur segir að ef fólk sé um það bil að segja eitthvað sem það telji að sé á gráu svæði ætti það að draga andann djúpt og telja upp á fimm. Fólk gefist þá tími til að íhuga hvort það eigi að láta það flakka sem var komið fram á varirnar á því. Slúðri fylgir vellíðan og fólk getur orðið hátt uppi af því að slúðra. Vellíðunarhormón í líkamanum aukast og fólk verður ekki fært um að meta afleiðingarnar af orðum sínum. Því er best hugsa áður en talað er. Henrik segir að illmælgi um annað fólk geti komið  í bakið á fólki. Sá sem heyrir fólk tala illa um annað fólk, geti hugsað með sér ef hann talar svona um Jón eða Gunnu hvernig talar hann þá um mig þegar ég er ekki viðstödd. Fólk verði að gæta þess að fara ekki yfir ákveðna línu  og tala fallega um aðra.

 

Ritstjórn maí 18, 2016 11:14