Bacalao fyrir sælkera

Saltfiskur er í miklu uppáhaldi hjá blaðamanni Lifðu núna. Það er til óteljandi fjöldi góðra uppskrifta af þessum ljúfenga fisk. Þessi uppskrift er fengin af vefnum Gulur, rauður grænn og salt. Rétturinn er fyrir fjóra. Það sem til þarf er:

800 g saltfiskur

8 kartöflur afhýddar og skornar í sneiðar

2 laukar

1 dl olífuolía

4 -6 grillaðar paprikur, skornar gróft

1 rautt chilí, saxað

4 hvítlauksrif söxuð

2 dósir niðurskornir tómatar

100 g ólífur

1 búnt basilíka, söxuð

salt og pipar

  1. Skerið fiskinn í bita.
  2. Hitið 1 dl af ólífuolíu á pönnu eða í potti. Steikið kartöflurnar, lauk, hvítlauk og chilí þar til laukurinn er farinn að mýkjast. Bætið tómötum og papriku saman við og saltið og piprið.
  3. Látið fiskinn út i og látið malla í 30-45 mínútur. Hristið pönnuna einstaka sinnum til en hrærið ekki í blöndunni. Setjið að lokum ólífur og basilíku út í. Smakkið til með salti og pipar.
  4. Gott að bera rauðvín fram með réttinum ef að fólk drekkur það á annað borð. Vatn er líka gott með þessum rétti.

 

 

Ritstjórn desember 7, 2018 14:22