Bjór, súkkulaði og rauðvín geta lengt lífið

Þessar óvæntu fréttir hafa ugglaust glatt Dani, enda segja þeir frá þessu á danska vefmiðlinum Newsner. Og hér er greinin í lauslegri þýðingu.

Margir halda að æfingar, frískt loft og hreyfing séu uppskriftin að löngu og heilbrigði lífi. En ný pólsk rannsókn sýnir að þeir sem fá sér einn og einn bjór, eða rauðvínsglas og smávegis af súkkulaði, geta líka lifað lengi.

Rannsóknin náði til 70 þúsund einstaklinga

Hópur vísindamanna við Háskólann í Varsjá gerði rannsóknina sem birtist í Journal of Internal Medicine. Þeir fylgdu 70.000 einstaklingum eftir í 16 ár og báru saman hversu lengi þeir lifðu.

Niðurstaða þeirra var, að sá hópur sem borðaði relgulega fæðu sem er bólguhamlandi, til dæmis ávexti, kaffi, súkkulaði, hnetur, te, rauðvín eða bjór, minnkaði með því verulega, hættuna á að deyja snemma.

Jafnvel þeir sem reyktu en borðuðu bólguhamlandi mat, voru í minni hættu á að deyja snemma, en aðrir.

Hópurinn sem var á fæði, sem kallast bólguhamlandi, minnkaði áhættu sína af að deyja úr hjarta- eða æðasjúkdómum um 20% og hættuna á að deyja úr krabbameini um 13%.

Bólgur hafa mikil áhrif.

Breskur heilsufræðingur segir að það séu einmitt bólgur, sem valdi mörgum lífstílssjúkdómum.

„Það eru margar fæðutegundir sem minnka bólgur, til dæmis dökkt súkkulaði, sem er magnesíum ríkt og inniheldur líka zink og aðra mikilvæga málma, og rauðvín, er haft eftir Fran McElwaine, sem er talsmaður einkaþjálfara í Bretlandi.

Fæðan er samt bara hluti af lífsstíl manneskjunnar, segir næringarfræðingurinn Rhiannon Lambert.

Það er mikilvægt að muna að rannsókn getur aldrei náð til allra, eða allra mismunandi lífsstíla. Svefn, virkni, gen og atvinna eru þættir sem geta haft áhrif á heilsuna og það hversu lengi fólk lifir, en að einblína á matinn sem á ýmist að vera góður eða slæmur er engin lausn“, segir hún.

Og Newsner hvetur menn til að deila þessari vitneskju með fólki sem nýtur þess að drekka bjór og vín og borða súkkulaði!

Hér má finna upplýsingar um bólguhamlandi og bólguhvetjandi fæðutegundir. Þar er að vísu ekki fjallað um áfengi eða súkkulaði, einhverra hluta vegna.

Ritstjórn október 17, 2018 09:23