Bláan eða vínrauðan jólakjól

Margar konur dreymir um að fá einhverja nýja spjör fyrir jólin. Flestar þeirra vilja nýjan kjól, að sögn Ásthildar Davíðsdóttur, verslunarstjóra í Debenhams. Það sé vinsælast þegar konur, sama á hvaða aldri þær eru velji sér jólaföt.

Kjólasniðin eru margskonar, tvennt stendur þó uppúr um þessar mundir það eru þröngir aðsniðnir kjólar, sem ná yfir hnén, ýmist ermalausir eða með ermum. Svo eru það mussukjólar sem hafa verið visælir um hríð.36194_151201001

„Á þessum árstíma verða glitrandi kjólar og kjólar með blúndu áberandi. Svartur er vinsælasti liturinn og vinsældir hans virðast ekki á undanhaldi. Aðrir litir sem eru talsvert áberandi eru vínrauður og dökkblár. Þeir eru líka vinsælir,“ segir Ásthildur.

Litaðar sokkabuxur eru á undanhaldi, þess í stað velja konur nú svarta eða dökka sokka eða sokkabuxur.

Ásthildur segir að svartir skór með rúnnaðri tá sé vinsælir svo og bandaskór.62103_04J62RBLK.

Svo er það spurningin hvað jóladressið kostar. Þeirri spurningu er ekki einfalt að svara. Hægt er að fá kjóla sem kosta frá tæpum 12 þúsund krónum og upp í um 30 þúsund.   Spariskó er hægt að fá frá tæpum 13 þúsund krónum og upp í tæpar 19 þúsund krónur og sokkabuxur kosta tæpar þrjú þúsund krónur.

Ritstjórn nóvember 23, 2014 14:00