Búum til okkar eigin jógúrt

Búum til okkar eigin jógúrt

1 l mjólk

1 msk. hrein jógúrt 

Hitið mjólkina að suðu og kælið hana þar til hún er heit en ekki brennheit. Setjið jógúrtina út í og hrærið vel. Lokið pottinum og hyljið hann með þykkum klút í fimm klukkutíma við stofuhita á meðan jógúrtin er að gerjast. Fjarlægið klútinn og kælið vökvann, sem nú er orðinn að jógúrt, í ísskáp.

Svo má setja ávexti, múslí eða korn saman við  og borða strax eða nota til matargerðar eða í bakstur.

Ritstjórn janúar 6, 2018 11:43