Eins og að sofa á hvítu skýi

Kolbrún Aðalsteinsdóttir.

Við eyðum um það bil þriðjungi ævinnar í rúminu. Það er því ekki lítils virði að eiga rúm sem manni líður vel í, það stuðlar að góðum nætursvefni og því að fólk geti tekist á við amstur dagsins. Kolbrún Aðalsteinsdóttir dansari var lengi að velja sér rúm, gaf sér góðan tíma en er í dag svo ánægð með rúmið sem hún valdi að hún ætlar að kaupa annað eins til að hafa í sumarbústaðnum sínum. „Ég er miklu meira en alsæl með rúmið,“  segur Kolbrún. Rúmið sem Kobrún valdi sér er rafdrifið stillanlegt rúm frá Betra bak, hægt er að hækka það undir höfði og herðum og undir fótum. Svo er ýmislegt annað svo sem nudd í dýnunni og næturljós undir rúminu. Svo er hægt að tengja vekjaraklukku við fjarstýringuna.

Kolbrún lenti í alvarlegu slysi á vinnustað sínum fyrir tveimur árum. Hún varð fyrir því óláni að fellihurð sem hún var að fara undir skall á höfði hennar með þeim afleiðingum að hryggjarliðir þjöppuðust saman auk annarra meiðsla. Það kom sér vel fyrir Kolbrúnu að hún var í góðu líkamlegu formi fyrir slysið enda dansari að mennt.

„Þegar maður lendir í svona slysi verður maður fyrir miklu áfalli og það er í raun kippt undan manni fótunum. Ég þurfti að fara í sjúkraþjálfun eftir slysið og eitt af því sem sjúkraþjálfarinn minn spurði mig um var hvort að ég svæfi í almennilegu rúmi. Ég taldi að svo væri,“ segir Kolbrún en bætir við að hún og maðurinn hennar hafi verið búin að sofa í sama rúminu í milli tuttugu og þrjátíu ár. Orð sjúkraþjálfarans höfðu samt sem áður sín áhrif. Hann hélt áfram að segja Kolbrúnu hversu nauðsynlegt það væri að sofa í góðu rúmi.

„Við hjónin erum orðin 50 plús og fórum að spá og spekúlera. Ég fór af stað og fór að prófa rúm, skoðaði auglýsingar og tilboð.  Mér fannst  svo skrítið að þó maður sé orðin þetta fullorðinn þá er eins og allir aðrir hafi rétt fyrir sér hvað henti manni, viti betur en maður sjálfur,“ segir Kolbrún. Hún segir að margir hafi viljað ráðleggja henni við kaupin. „Passaðu að kaupa ekki of harða dýnu, passaðu að kaupa ekki of mjúka dýnu, ekki svona rúm og ekki hinsegin. Einhver sagði okkur að kaupa ekki dýnu eins og við erum með, því maður svitnaði svo mikið á henni. Ég man að ég kváði. Ef fólk svitnar verður það bara að fara til læknis og fá sér einhverjar hormónatöflur eða einhvern fjandann. Við hjónin svitnum ekki neitt,“ segir Kolbrún og skellihlær. „Þegar ég fór af stað var ég gjörsamlega rugluð í því hvað ég ætti að gera. Ég fór að ræða málið betur við sjúkraþjálfarann minn og hann benti mér á að það gæti vel verið að sama rúmið myndi ekki henta mér og manninum mínum. Við fórum í flestar verslanir þar sem rúm voru til sölu. Það er ekki spurning að allir vilja gera vel, en þessi hráa sölumenska fór í taugarnar á mér. Maður heyrði sömu frasana, þessi rúm eru það nýjasta, þessi eru þau vinsælustu og svo framvegis. Mér fannst víða eins og fólk vildi bara selja mér eitthvað án þess að það kannski hentaði mér. Það slær mann dáldið út af laginu,“ segir Kolbrún.

Hún segir að þau hafi svo komið í Betra bak og þar hafi viðmótið verið annað. „Hér var maður spurður; að hverju ertu að leita og hvaða þarfir hefur þú. Maður slapp alveg við frasana hér.“ Hún segir að þau hafi gefið sér góðan tíma til að velja rétta rúmið. „Fólk á ekki að vera feimið við að leggjast upp í rúmin, velta sér í þeim og prófa alla fídusa.“ Þegar hjónin voru búin að skoða í tví- eða þrígang var farið heim, hitað kaffi og málin rædd. „Þetta var allt frekar fyndið á meðan á þessu stóð en þremur mánuðum eftir að við byrjuðum að leita okkur að rúmi, vissum við hvaða rúm við vildum.“ Kolbrún segir að fólk kaupi sér ekki rúm á hverjum degi. Þau eigi að endast árum saman. Þess vegna sé svo mikilvægt að vanda valið og velja út frá eigin forsendum. Hún segir að flestir þeir sem bjóði rúm til sölu hafi verið með þrjátíu daga skilafrest og það hafi verið ákveðinn öryggisventill að vita að maður gæti skilað rúminu ef það passaði ekki. Það fylgi því hins vegar all nokkurt umstang að skila og velja annað í staðinn. „Það eru fimm mánuðir síðan við fengum  rúmin okkar frá Betra bak. Við ákváðum að fá okkur rafdrifin stillanleg rúm og við erum mjög ánægð með þau. Í einlægni sagt þá gæti ég ekki verið ánægðari með kaupin. Þetta er eins og að sofa á hvítu skýi.“

 

Ritstjórn mars 31, 2017 09:48