Fólk greiðir stöðugt hærri hluta tannlæknakostnaðar

Ásta Guðrún Helgadóttir

Ásta Guðrún Helgadóttir

Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata spurði Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra að því á Alþingi í vikunni hvers vegna reglugerð um viðmiðunargjaldskrá vegna tannlækninga eldri borgara hefði ekki verið uppfærð í tólf ár eða frá árinu 2004. Ásta Guðrún sagði það hefði leitt af sér að endurgreiðsla til sjúklinga sem þurfa á tannlæknaþjónustu að halda hefði einungis verið brotabrot af raunupphæð og raunútgjöldum sjúklingsins á síðustu misserum.

„Þetta hefur m.a. annars leitt til þess að þeir sem eiga rétt á 100% endurgreiðslu fengu sem dæmi einungis 43%. Þeir sem áttu rétt á að fá 2/3 hluta kostnaðar endurgreidda fengu einungis 28% endurgreidd frá Sjúkratryggingastofnun og sá hópur sem átti að fá u.þ.b. helming endurgreiddan fékk einungis 19%,“ sagði Ásta Guðrún

Kristján Þór júlíusson

Kristján Þór júlíusson

Kristján Þór Júlíusson sagði að önnur mál svo sem barantannlækningar hefðu verið sett í forgang á kjörtímabilinu. En taldi ekki ásættanlegt að hlutdeildin hefði setið föst frá árinu 2004.„Samkvæmt þeim útreikningum sem við fengum í hendurnar fyrir ekki mjög löngu síðan eru rúmar 800 milljónir til þess að uppfylla ákvæði þessarar reglugerðar. En það er langur vegur frá að það sé ásættanleg staða að hlutdeildin hafi setið föst frá árin 2004 í þessum tiltekna þætti. Það er mikill og ríkur vilji til þess að bæta þar úr og ég vonast eftir því að geta kynnt tillögur þar að lútandi innan tiltölulega skamms tíma.

Ritstjórn ágúst 24, 2016 09:13