Gerir brjóstahaldarinn þig gamla?

Velsniðinn passandi brjóstahaldari lagar vöxtinn en að ýmsu þarf að hyggja við val á þeim rétta. Á fimmtíu árum eða svo breytist líkami kvenna og það sama gildir um brjóst þeirra. Til að fötin fari vel þurfa konur að vera í velsniðnum og passandi brjóstahöldum.

Þroskuð brjóst eru mismunandi að lögun, þéttleika og hlutföllin í þeim eru breytileg. það er því ólíklegt að þúsundir kvenna passi í sömu brjóstahaldastærðirnar eins og undirfataframleiðendur virðast halda.

Mismunandi konum hæfa mismundi brjóstahöldTími til að kaupa stærri haldara

Athugaðu hvort að þú ert komin með aukabrjóst, það er hvort  brjóstin flæða upp úr haldaranum. Þá er brjóstahaldarinn greinilega of lítill og tími til kominn að gera eitthvað róttækt í málunum. það sama gildir ef það kemur bunga undir höndunum og sýnlegir keppir á bakinu. Þá þarf stærri brjóstahaldara og það getur verið gott kaupa haldara með T-böndum á bakinu.

Ef hlýrarnir skerast inn í axlirnar þarf annað hvort að lengja í þeim eða kaupa haldara með breiðari hlýrum. Það sama gildir ef hlýrarnir eru að renna út af öxlunum, þá þarf að þrengja í þeim eða kaupa brjóstahaldara með breiðari hlýrum.

Eru brjóstin sigin?

Ef brjóstin og brjóstahaldarinn eru sigin, þá er of langt í böndunum,og skálarnar of stórar. Brjóst eldri kvenna eru oft í laginu eins og dropi, það er að mesta fyllingin er neðst í þeim. Til að fá lyftingu og unglegra útlit er brjóstahaldari með fyllingu ofarlega í skálunum og passlega löngum böndum yfir axlirnar góður kostur .

Ef brjóstin þrýstast saman þegar farið er í þröngan bol eru skálarnar of litlar. Tími til kominn að kaupa einni skálastærð stærra.

Þó skálarnar hylji brjóstin alveg er ekki víst að skálastærðin sé mátuleg. Vertu viss um að ekki sé of þröngt um brjóstin, láttu haldarann renna undir brjóstin og lyftu þeim upp í skálarnar. Passaðu að burðarvírar nuddist ekki inn í brjóstin, þeir eiga að sitja utan á rifjunum beint fyrir neðan brjóstin en þó ekki of neðarlega.

Í sumum undirfataverslunum er hægt að fá hjálp við að velja hinn eina rétta

Í sumum undirfataverslunum er hægt að fá hjálp við að velja hinn eina rétta

Samræmið vantar

Stundum er eins og stærð brjóstanna sé í röngum hlutföllum við barminn. Þegar það gerist eru konur oft í brjóstahöldum með of litlum skálum og böndin eru of víð. Þetta gildir oft um lágvaxnar konur með lítið rifjahylki og stóran barm. Konur með þennan vöxt ættu að ekki að ganga í brjóstahöldurum með mörgum saumum. Saumalausar skálar og brjóstahaldari með hámarksstuðningi eru klæðilegastir fyrir þessar konur.

Ef konur eru ekki vissar um hvað klæði þær best ættu þær að leita eftir ráðgjöf. Í verslunum sem leggja metnað sinn í að selja vel sniðin og falleg undirföt er oftast hægt að fá góð ráð.

 

 

 

 

Ritstjórn nóvember 14, 2014 16:45