
Aðalsteinn Sigurðsson
„Það borgar sig fyrir 9 af hverjum 10 viðskiptavinum okkar að hefja töku lífeyris um leið og hægt er og langflestir lífeyrissjóðir hér á landi leyfa snemmtöku þegar fólk er um sextugt. Þetta hentar einkum ef fólk er enn í vinnu og getur lagt lífeyririnn fyrir. Hvað gerir fólk svo við peningana? ,,Við beinum okkar viðskiptavinum til þýska tryggingafélagsins VPV sem er elsta líftryggingafélagið í Þýskalandi og býður í dag fjölbreyttar tryggingar og lífeyrissparnað“, segir Aðalsteinn Sigurðsson lífeyrisráðgjafi, en hann starfar hjá fyrirtækinu Tryggingar og Ráðgjöf. Þar eru þeir tveir sem veita ráðgjöf varðandi lífeyri, Aðalsteinn og Gauti Elfar Arnarsson.
„Við slysuðumst inn í þessi lífeyrismál fyrir tveimur árum, en þá voru fleiri og fleiri af okkar kúnnum sem voru farnir að hugsa um þetta og reyna að átta sig á hvernig lífeyrismálin ganga fyrir sig“, segir Aðalsteinn.
Getur verið gott að leggja lífeyrinn fyrir ef fólk er enn í vinnu
Þýska kerfið er nokkuð frábrugðið því íslenska og býður uppá svokallaða Privat pension, sem er viðbót við almenna lífeyrinn sem vinnandi fólk á rétt á og venjulegur Þjóðverji byrjar að leggja þessa viðbót fyrir 25 ára. Hún tryggir fólki meðal annars lífeyri þó það missi starfsgetuna. Eignin sem myndast erfist svo ef sjóðfélaginn fellur frá. „Þegar við tölum við einhvern hér á landi sem er þrítugur eða fertugur og spyrjum hvort hann vilji fara að leggja fyrir til elliáranna, þá hlær hann bara“, segir Aðalsteinn en hann segir að Þjóðverjar hafi sterka tilfinningu fyrir því að hver og einn sé sinnar eigin gæfusmiður þegar kemur að lífeyrisréttindunum, þar sem erfitt verði að treysta á samtryggingakerfið í framtíðinni. „VPV býður upp á afurðir á Íslandi sem eru mjög sambærilegar „Privat pension“ og það getur komið vel út fyrir fólk að geyma lífeyrinn hjá VPV, síðustu árin sem það er á vinnumarkaðinum“.
Fjármunir úr sjóði hjá VPV erfast
Það sem gerist ef fólk byrjar að taka út lífeyrissjóðinn sinn um sextugt, er að greiðslan verður lægri en hún hefði ella orðið. En fólk heldur áfram að safna réttindum í sínum lífeyrissjóði. Á móti kemur að fólk sem er enn að vinna, getur lagt lífeyrinn fyrir í kannski 10 ár og ávaxtað hann. Fólk fær þá minna frá lífeyrissjóðnum þegar þar að kemur, en TR bætir það upp með hærri greiðslu. Þá hefur fólk hugsanlega eignast digran sjóð hjá VPV sem það hefur séð um sjálft og erfist að fullu . Ráðstöfunartekjur verða þannig hærri og fjármunir fólks hjá VPV erfast. Aðalsteinn segir að það sé bara einfalt reikningsdæmi, hvort þetta henti fólki – eða henti ekki. „Aðalatriðið er að leggja peningana í eitthvað sem fólk er öruggt með. Það geta verið sjóðir eins og sá þýski, banki eða kannski íbúð og sumir vilja jafnvel leggjast í ferðalög fyrir peningana. Ég hef aldrei verið hrifinn af þeirri hugmynd að það sé bara ein leið fyrir alla“, segir hann. Kosturinn við eignina hjá VPV er hins vegar að hún skerðir ekki greiðslur frá Tryggingastofnun og er ekki tekjutengd almannatryggingakerfinu að öðru leyti.
Það er að mörgu að hyggja þegar kemur að starfslokum hjá fólki. Aðalsteinn og Gauti Elfar félagi hans bjóða ráðgjöf um fjármál við starfslok og fara yfir samspil lífeyriskerfisins og almannatryggingakerfisins með fólki. Eignir, skuldir, skatta og svo framvegis. Allt skiptir þetta máli þegar fólk skipuleggur lífið eftir starfslok.
Þeir sem hafa áhuga á lífeyrisráðgjöf geta haft samband við Aðalstein í tölvupósti. Netfangið hans er adalsteinn@tryggir.is