Goðsagnir um inflúensusprautur

Talið er að um 2000 danir deyi af völdum inflúensu á hverju ári. Sum þessara dauðsfalla hefði verið hægt að koma í veg fyrir ef fólk hefði látið bólusetja sig. Margir eru á móti því að láta sprauta sig og færa fyrir því ýmiss rök. Á vef danska ríkisútvarpsins Levnu.dk var nýlega fjallað um nokkrar mýtur um inflúensu bólusetningar.

 Ég er fullkomnlega heilbrigð/ur og því engin ástæða til að láta bólusetja sig gegn inflúensu. Þrátt fyrir að fólk upplifi sig heilbrigt, þá veikist ónæmiskerfið með aldrinum það sama gerist hjá fólki með langvinna sjúkdóma. Þeir sem eru eldri og með undirliggjandi sjúkdóma eiga frekar á hættu að smitast af inflúensu og þeir verða oft mun veikari en þeir sem eru ungir og heilbrigðir.

Ég læt ekki bólusetja mig gegn inflúensu því bólusetningin veitir ekki 100 prósent vörn. Laukrétt. En hafa ber í huga að bólusetning er það besta sem fólk getur gert til að verjast flensunni. Þar að auki ruglar fólk oft saman kvefi og flensu. Það telur að þegar það fær kvef þá sé inflúensusprautan ekki að virka. Þetta eru hins vegar tveir aðskildir sjúkdómar. Flensan leggst þyngra á fólk en kvef er hættulegri og getur haft langvarandi afleiðingar.

Það eru of margar aukaverkanir af sprautunni svo ávinningurinn af því að láta sprauta sig er ekki nægur. Allar bólusetningar geta haft aukaverkanir en það eru skjalfest mjög fá tilvik þar sem aukaverkanir af inflúensuspratum hafa verið alvarlegar. Algengustu aukaverkanir eru eymsli eftir sprautunálina, smávægilegur hiti og vöðvaverkir. Yfirleitt hverfa þessi einkenni á einum til tveimur sólarhringum. Þetta er ekki inflúensa heldur viðbrögð líkamans gagnvart bóluefninu. Fyrir eldra fólk, langveika, ófrískar konur og þá sem eru í yfirvigt er hættan miklu meiri að láta ekki sprauta sig en sú litla hætta af aukverkunum sem geta stafað af bólusetningunni.

Ég vil heldur láta ónæmiskerfi likamans mynda ónæmi gegn flensunni.  Ef maður er roskinn, langveikur, barnshafandi eða í mikilli yfirvigt getur ónæmiskerfið verið svo veikt að það getur ekki barist gegn flensunni. Fyrir þessa hópa er hættan sem fylgir því að veikjast af flensu raunveruleg og getur leitt til sjúkrahúsvistar og í verstu tilvikunum dauða.

Fái ég flensu þýðir það ekki annað en nokkra daga í rúminu undir sæng. Inflúensa er ekki hættuleg. Fyrir langflesta ætti það ekki að valda áhyggjum að leggjast í flensu. En fyrir fólk í áhættuhópum er flensa hættuleg og getur leitt til sjúkrahúsdvalar og í alvarlegustu tilvikunum leiðir hún til dauða. Fólk í áhættuhópi er 65 ára og eldra,  barnshafandi konur, fólk í yfirvigt og fólk með langvarandi sjúkdóma svo sem hjarta og lungnasjúkdóma, nýrnasjúkdóma og sykursýki.

 

Ritstjórn nóvember 9, 2016 13:12