Ítalskir skór eftir Henning Mankell

Ragnhildur Erla Bjarnadóttir

 

Ragnhildur Erla Bjarnadóttir skrifar

Henning Mankell er einna þekktastur fyrir  bækur sínar um rannsóknarlögreglumanninn Kurt Wallander en sjónvarpsþættir um lögreglumanninn hafa verið sýndir á RÚV. Hann hefur skrifað bækur fyrir börn ásamt því að skrifa leikrit og sjónvarpsseríur. Bókin er frá 2006 en kom út í íslenskri þýðingu 2017.

Skáldsagan fjallar um skurðlækninn, Fredrik Welin sem lætur af störfum rúmlega fimmtugur eftir að hafa framið alvarleg mistök í starfi. Í kjölfarið ákveður hann að flýja umheiminn og flytja út í litla afskekkta eyju sem hafði verið í eigu afa hans, ásamt hundi og ketti. Hann fer stöku sinnum í land til að sækja brýnustu nauðþurftir en annars hittir hann engan nema póstberann sem kemur stöku sinnum við hjá honum. 

Á köldum vetrardegi sér hann konu með göngugrind koma gangandi á ísnum í átt að húsinu hans.  Eftir að rýnt hana í gegnum sjónauka sér hann að þetta er kona sem hann þekkti fyrir tæpum fjörutíu árum síðan.  Hann skilur ekki hvað hún er að vilja eftir öll þessi ár en í ljós kemur að hún ætlar að láta hann efna loforð sem hann gaf henni í fyrndinni.

Mankell er frábær höfundur og er þetta með hans betri bókum. Sagan segir frá því hvernig Harriet fyrrum ástkona Fredriks kemur aftur inn í líf hans þegar þau eru orðin fullorðin og þvingar hann til að horfast í augu við lífið og þær misgjörðir sem hann hefur framið.  Hún ber hann þungum sökum og eftir því sem líður á söguna losnar um þá heift sem Fredrik hefur byrgt inni. Hér á eftir er textabrot úr bókinni

Harriet var nokkrum árum eldri en ég og hafði aldrei látið sér detta í hug að ganga menntaveginn.  Hún vann við afgreiðslu í skóbúð.  Hún sagðist elska mig og ég sagðist elska hana og brást ekki að þegar ég hafði fylgt henni heim í herbergið sem hún leigði á Hornsgötunni þá sváfum við saman á svefnsófa sem var alltaf á mörkunum að liðast í sundur.

Ást okkar logaði glatt, gæti maður sagt. Samt sveik ég hana.  Ég hafði fengið styrk frá Karónlinsku stofnuninni til framhaldsnáms í Bandaríkjunum.  Þann 23. maí ætlaði ég að fara til Arkansas og vera þar í eitt ár.  Það var að minnsta kosti það sem ég sagði Harriet.  En flugvélin til Amsterdam og New York fór strax 22. maí. Ég kvaddi hana ekki einu sinni, ég bara hvarf.  Þetta ár sem ég var í Bandaríkjunum hafði ég aldrei samband við hana.  Ég vissi ekkert um hvernig hún hafði það og vildi ekki vita það.  Stundum vaknaði ég upp af draumum um að hún hefði fyrirfarið sér.  Samviskan nagaði mig en mér tókst alltaf að hrista það af mér.  Hægt og rólega dofnaði mynd hennar í huga mér.

rell skrifar spennandi bækur og og ð   sem hafa horfst eru að gera upp fortsa aðaldansara við New York City Ballet sem var mikil

Ritstjórn febrúar 20, 2018 10:50