Komið í veg fyrir að neglurnar brotni

Neglur eiga til að brotna  í kuldatíð eins og nú geisar. Það er eiginlega fátt eins leiðinlegt og vera með brotnar og skörðóttar neglur. Það er hægt að koma í veg fyrir að neglurnar fari illa. „Gel lab nærir neglurnar. Gelið styrkir þær og kemur í veg fyrir neglurnar brotni,“ segir Lísa Ólafsdóttir í Madison ilmhúsi.

Að sögn Lisu hefur gel lab slegið í gegn. „Það dugar ótrúlega vel, það þarf að bera það á neglurnar á sjö til tíu daga fresti,“ segir Lísa.  Það er hægt að nota gelið eitt og sér  þá eru bornar tvær umferðir á neglurnar en svo er líka hægt að setja eina umferð, lakka því næst með naglalakki og svo yfir með gelinu. Gelið fælst í 15 millilítra glösum og kostar hvert glas 8.700 krónur. Á meðfylgjandi myndbandi útskýrir Deborah Littman framleiðandi gelsins kosti þess auk þess sem leiðbeiningar um notkun þess fylgja.

 

https://www.youtube.com/watch?v=uvL9T6V17lQ

 

Ritstjórn febrúar 2, 2015 16:42