Komuð þið þreytt heim út fríinu?

Margir kannast við að koma örmagna heim úr fríum sem búið var að hlakka til í langan tíma að fara í. Hver mínúta hafði verið skipulögð til að tíminn nýttist nú nógu vel og upplifunin yrði sem mest. En með þessa reynslu mjög margra varð til ferðamennska sem kölluð hefur verið slow travel. Hugtakið er í ætt við slow food hreyfinguna sem er andstæðan við fast food sem átti að bjarga málum hins vinnandi manns sem hafði ekki tíma til að verja tíma sínum í að útbúa matinn en þurfti samt að borða. Í öllum tilfellum eru þessar hreyfingar andstæðan við hraðann sem er einkennandi fyrir lífsmynstur mjög margra.

Sælgerar í gönguferðunum kynnast óviðjafnanlegu hráefni úr nágrenninu.

Matarmenningin stór þáttur

Jón Karl Einarsson fararstjóri, ferðaskipuleggjandi, skáld og kórstjóri hefur verið viðloðandi ferðlög og ferðamennsku um alllangt skeið. Hann stofnaði ferðaskrifstofuna Fararsnið eftir að hafa farið í margar hefðbundnar ferðir með hópa þar sem skoðaðar voru kirkjur, söfn  og kastalar eftir langar rútuferðir þar sem varla gafst tími til að nærast. Jón segist sjálfur hafa verið orðinn leiður á þess konar ferðamáta og  vildi gefa fólki kost á að ferðalögum þar sem áherslan var lögð á rólegar göngur þar sem allir gætu tekið þátt og tíma væri varið í að kynnast matarmenningu staða sem gengið var um. Hann kallaði þessar ferðir “sælkeragöngur”. “Þetta eru ekki erfiðar fjallgönguferðir en það er samt verið að hreyfa sig eitthvað alla daga,” segir Jón. “Munurinn á slíkum ferðum og hefðbundnum gönguferðum, þar sem ekki er lagt mikið upp úr gistingu eða næringu, er sá að ferðalagið er skrúfað niður í þeim tilgangi að ferðamaðurinn fari heim afslappaður og með upplifun af hverjum stað sem oft er kveikt í gegnum matarmenninguna. Ítalíuferðirnar okkar hafa verið geysilega vinsælar og þar er matarmenningin og -matarhefðirnar mjög ríkar og mér hefur fundist ómetanlegt að geta blandað þessu tvennu saman. Við göngum í 1-3 tíma og förum síðan á flotta veitingastaði sem við erum búin að velja og vitum að bjóða dýrlega, ítalska rétti sem hafa verið útbúinir með hráefni frá bóndanum á svæðinu, hvort sem það er ostabóndinn, pylsubóndinn eða vínbóndinn. Frábærir kokkar á hverjum stað útbúa síðan réttina fyrir okkur og kynna hráefnin úr hé

Garðurinn hjá innfæddum

Tilbúnar að kynnast matarmenningunni eftir göngu dagsins.

Jón segir að hann hafi fljótleg tekið eftir því að fólki fannst  áhugaverðara að sjá inn í garðinn hjá innfæddum en skoða kirkjur eða söfn, alveg eins og honum sjálfum. “Það er svo skemmtilegt að sjá hvað fólk er að fást við í daglega lífinu sínu, til dæmis hvað það það er að rækta í görðunum sínum. Þetta getur verið grænmeti, kryddjurtir og ávextir og það er dýrmætt að komast í snertingu við hversdagslíf íbúanna og borða svo afraksturinn í framhaldi. Íslendingar eru komnir svo langt í matargerð að við getum ekki boðið fólki upp á neitt nema það besta. Með okkur hafa undantekningalaust verið sælkerar í för því Íslendingar hafa upp til hópa mikið vit á matargerð.

Göngur og matargerð

Jón hefur líka farið með hópa til Ítalíu þar sem blandað er saman göngum og matargerð. Þá er matreiðslunámskeið innifalið í ferðinni þar sem heimamenn kenna kúnstina að elda dásamlega ítalska rétti og para saman vínin úr héraðinu með. “Margir hafa t.d. áhuga á að læra að búa til pasta sem er ekki neinn galdur en maður þarf að kunna það og er ótrúlega skemmtilegt dund,” segir Jón Karl.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn september 13, 2017 08:55