Leggings fyrir konur á öllum aldri

Leggings eru óneitanlega mjög þægilegur klæðnaður vetur, sumar, vor og haust. Þegar konur komast á miðjan aldur eru margar sem halda að þær geti ekki gengið lengur í leggins. Það er hins vegar fjarstæða segir Sylvía greinahöfundur á vefnum 40 plus style. Sylvía segir að hennar mati ætti engin að nota leggings eins og venjulegar buxur. Hún segir að það sé líka sniðugt að nota tunikkur eða stutta kjóla við leggings og það sé sérlega smart að vera í stígvélum við buxurnar. Ef konur velji rétta toppa, peysur, kjóla og jakka geti konur á öllum aldri verið smart í leggings. Einu konurnar sem ættu að fara varlega þegar kemur að leggings séu þær sem eru með breiða kálfa því leggings láti þá sýnast enn breiðari. Það sé þó hægt að bjarga því með því að nota hnéhá stígvél. (Sjá líka)

Sylvía segir að þetta fari vel með með leggings.

  • Túnikkur
  • Missíðir toppar og túnikkur
  • Stuttir kjólar
  • Prjónakjólar
  • Síðar prjónapeysur
  • Síðir bolir
  • Stórar víðar og síðar peysur
  • Síðir jakkar
  • Síðar skyrtur

Þetta á hins vegar að forðast að mati Sylvíu.

  • Að ganga í toppum og  sem ná ekki niður á mið læri
  • Of þrönga toppa.
  • Dýramynstur, disco liti og mjög skæra liti í buxunum. Bestu litirnir séu hvítur, svartur og aðrir dökkir litir.

Hér eru nokkrar hugmyndir að flottum samsetningum frá 40 plus style.

Ritstjórn júní 12, 2017 10:56