Öðruvísi að elda fyrir tvo

Afar girnilegt bláberjaostaköku brulee

Afar girnilegt bláberjaostaköku brulee

Anna Björk Eðvarðsdóttir heldur úti matarbloggi á netinu.  Hún var lengi heimavinnandi húsmóðir og eftir að dætur hennar þrjár fóru að heiman, sneri hún sér að því áhugamáli sínu að elda og miðla öðrum af kunnáttu sinni á því sviði.  Hún segist elda öðruvísi eftir að stelpurnar fóru að heiman.  Það sé annað að elda og kaupa inn fyrir tvo, en fyrir fimm manna fjölskyldu.  Hún vill hafa hlutina einfalda, nota góð hráefni og segist vera á móti því að sóa mat. “Ég fer oftar í sérverslanir eins og Frú Laugu og Fjallkonuna á Selfossi og kaupi nautasteikur, hakk, grænmeti og egg. Ég reyni að kaupa eins “hreina” vöru og ég get, og nýta hana vel.

Uppáhaldsmáltíðin morgunverður fyrir tvo

Anna Björk segist kaupa vistvænar vörur, enda sé að koma betur og betur í ljós hvað það skiptir miklu máli.  Hún segir að sín uppáhaldsmáltíð sé morgunverður fyrir tvo á sunnudagsmorgnum, en Anna er gift Guðjóni  Magnússyni arkitekt.  Uppskriftir að slíkum máltíðum sé að finna á matarblogginu hennar en slóðin á það er hér fyrir neðan.

 Matarblogg Önnu Bjarkar

Ritstjórn júní 27, 2014 13:15