Ofnbakaður lax með mangósósu

Við fundum þessa uppskrift á vefnum Eldhússögur úr Kleifarselinu þegar við vorum að leita að uppskrift að ljúffengum laxi. Hún var prófuð og þeir sem borðuðu voru sammála um að hún væri einstaklega góð. Við ákváðum því að birta hana hér. Uppskriftin er fyrir þrjá til fjóra.

  • 1 laxaflak (ca 800 g)
  • salt og pipar
  • 2-3 msk mango chutney
  • 2-3 msk sesamfræ

Ofn hitaður í 180 gráður. Laxinn er lagður í eldfast mót og hann kryddaður með salti og pipar. Því næst er mango chutney smurt á laxinn og sesamfræunum stráð yfir. Bakað í ofni í ca 20 mínútur, fer eftir þykkt laxins, eða þar til hann er eldaður í gegn. Borið fram með ofnbökuðum kartöflum og sætum kartöflum, fersku salati og mangósósu.

Mangósósa:

  • 2 dl grísk jógúrt
  • 2 dl mangó (frosið – sem búið er að afþýða eða ferskt)
  • 2-3 msk mango chutney
  • salt og pipar

Öllu hráefninu blandað saman með töfrasprota eða í matvinnsluvél.

 

Ritstjórn maí 3, 2019 07:01