Púðursykurmareneraður lax

Þessi uppskrift er ljómandi góð og það sem betra er það er fljótlegt að gera hana. Uppskriftin og myndirnar sem fylgja eru af vefnum Gulur, rauður, grænn og salt  en á vefnum er að finna fjöldan allan af girnilegum uppskriftum. Það er ljómandi gott og holt að fá sér fisk í aðdraganda jólanna svona áður en fólk dembir sér í jólakrásirnar.

 700 g beinhreinsaður lax

1 msk púðursykur

2 tsk smjör

1 tsk hunang

1 msk olífuolía

1 msk dijon sinnep

1 msk soyasósa

½ tsk salt

¼ tsk pipar

Hærið saman í potti yfir meðalhita púðursykri, smjöri og hunangi þar til það er bráðið. Takið af hitanum og hrærið út í olíu, sinnepi, soyasósu, salti og pipar. Leyfið að kólna í 5 mínútur.

Látið marineringuna yfir laxaflakið og setjið í 175°c heitan ofn í um 20 mínútur. Fylgist vel með laxinum og varist að ofelda hann.

Ritstjórn desember 14, 2018 08:50