Réttindi flugfarþega

Geirþrúður Alfreðsdóttir

Geirþrúður Alfreðsdóttir flugstjóri og athafnakona hefur skeið  haldið skeið haldið úti vefsíðunni Fit to fly.  Á síðunni er að finna margar góðar greinar um allt það er lítur að flugi og því hvernig hægt er að gera flugferðina sem ánægjulegasta. Síðan er ætluð almenningi og líka þeim sem starfa við flug. Hún er bæði í íslenskri og enskri útgáfu. Hér er áhugverð grein um réttindi flugfarþega sem birtist á vef Geirþrúðar nýlega. Í henni er að finna  finna upplýsingar um réttindi flugfarþega sem  hefur verið neitað um far, flugi er aflýst, seinkað eða flýtt eða vegna tapaðs farangurs eða tjóns á honum.

Farþegi sem verður fyrir seinkun og kemur á ákvörðunarstað a.m.k. þremur klukkustundum síðar en upphaflega var áætlað getur átt rétt á bótum í samræmi við það sem gildir um aflýsingu flugs skv. reglugerðinni. Ef flugi er flýtt um a.m.k. þrjár klukkustundir skal farþeginn einnig eiga rétt á sömu aðstoð og þjónustu og þegar um aflýsingu eða seinkun flugs.

Oftast á farþegi rétt á endurgreiðslu eða fá breyt­ingu á flug­leið. Í 9. gr. er til­greind sú þjón­ustu sem farþegi á rétt á í þess­um til­vik­um en hún er eft­ir­far­andi:Farþegum skal boðið eft­ir­far­andi end­ur­gjalds­laust:

  1. máltíðir og hress­ing í sam­ræmi við lengd tafar­inn­ar,
  2. hót­elg­ist­ing,— ef farþegi neyðist til að bíða eina eða fleiri næt­ur eft­ir fari, eða— ef farþegi neyðist til að bíða leng­ur en hann gerði ráð fyr­ir,
  3. flutn­ing á milli flug­vall­ar og gistiaðstöðu (hót­el eða annað).
  4. farþegum skal boðið að hringja tvö sím­töl eða senda skila­boð um fjar­rita eða bréfsíma eða með tölvu­pósti þeim að kostnaðarlausu.

Við beit­ingu þess­ar­ar grein­ar skal flugrek­and­inn huga sér­stak­lega að þörf­um hreyfi­hamlaðra og fylgd­ar­manna þeirra og einnig að þörf­um fylgd­ar­lausra barna.

Í þeim tilfellum þar sem farþegar þurfa að greiða kostnað vegna þeirra atriða sem talin eru upp hér að ofan, þurfa þeir að geyma kvittanir og sækja svo um endurgreiðslu frá viðkomandi flugrekanda.

Samgöngustofa ber ábyrgð á eftirliti og framkvæmd reglugerðarinnar.   Ef farþegi telur að brotið hafi verið á rétti sínum eða hann hafi ekki fengið fullnægjandi úrlausn mála sinna í samskiptum við flugrekanda, flytjanda, ferðaskrifstofu eða umboðsmann þeirra, getur hann lagt fram kvörtun þess efnis til Samgöngustofu.  Náist ekki samkomulag um ágreining skal Samgöngustofa skera úr um hann með ákvörðun.

Flytjandi er ábyrgur fyrir tjóni sem verður ef innritaður farangur glatast, skemmist eða eyði- leggst ef tjónsatburðurinn á sér stað í loftfari, eða meðan innritaður farangur er í vörslu flytjanda, starfsmanna hans eða umboðsmanna. Flytjandi er ekki ábyrgur ef og að því leyti sem tjón á farangri má rekja til eðlislægra galla eða ástands farangurs. Flytjandi er ábyrgur fyrir tjóni á óinnrituðum farangri, þar með töldum persónulegum eigum, ef tjón má rekja til sakar hans, starfsmanna hans eða umboðsmanna.

 

Ritstjórn apríl 24, 2017 11:15