Skoðaðu eigin lyfjasögu á netinu

 Á vefsvæðinu heilsuvera.is er hægt að finna heilsufarsupplýsingar á lokuðu vefsvæði um alla Íslendinga. Vefsvæðið er öruggt svæði þar sem hver notandi getur átt í samskiptum við heilbrigðisþjónustuna og nálgast eigin sjúkragögn með rafrænum skilríkjum. Vefsvæðið er hægt að nota í heimilistölvum, spjaldtölvum og snjallsímum. Allar heilsugæslustöðvarnar 15 sem heyra undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins eru byrjaðar að nota Heilsuveru. Íslendingar hafa allir aðgang að lyfseðlalista sína, lyfjaúttektum, bólusetningaupplýsingum og upplýsingum um skráðan heimilislækni eða heilsugæslu. Foreldrar/forráðamenn hafa aðgang sjúkragögnum barna sinna að 15 ára aldri.

Á Heilsuveru á svæði hvers og eins eru eftirfarandi upplýsingar:

  • Heimasvæði með áminningum og tilkynningum.
  • Lyfseðlalisti. Aðgengilegt yfirlit yfir lyfseðla sem eru í lyfseðlaskrá Landlæknis. Einfalt viðmót til að óska eftir endurnýjun á ákveðnum lyfjum gegnum vefinn án þess að þurfa hringja inn eða koma á heilsugæslu.
  • Yfirlit yfir bólusetningar sem þú hefur fengið samkvæmt bólusetningarskrá Sóttvarnalæknis.
  • Þægilegt viðmót til að bóka viðtalstíma læknis á þinni heilsugæslustöð. Nauðsynlegt er að vera skráður á stöðina til að geta bókað.
  • Fyrirspurnir. Nokkrar stöðvar eru byrjaðar að bjóða upp á einfaldar fyrirspurnir fyrir skjólstæðinga sína.

Tímapantanir

Þeir sem eru á heilsugæslustöðvum sem eru byrjaðar að nota Heilsuveru geta þannig pantað tíma og endurnýjað ákveðin lyf í gegnum vefinn.

Heilsugæslan Árbæ, Heilsugæslan Efra-Breiðholti, Heilsugæslan Fjörður, Heilsugæslan Hamraborg, Heilsugæslan Grafarvogi, Heilsugæslan Mjódd, Heilsugæslan Sólvangi og Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ eru dæmi um stöðvar sem bjóða að auki upp á einfaldar fyrirspurnir í gegnum Veru.

Þeir sem vilja skoða sitt vefsvæði á Heilsuveru, þurfa að skrá sig inn á vefinn og á forsíðu hans eru skilmerkilegar leiðbeiningar um hvernig það er gert.  Á Heilsuveru er einnig að finna greinar um áhugavert efni sem tengist heilsu og heilbrigði. Smelltu hér til að skoða Heilsuveru.

 

 

 

 

Ritstjórn janúar 11, 2018 12:40