Tengdar greinar

Kynning

Snjallúr sem tekur hjartalínurit og mælir súrefnismettun

Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur verið starfandi í 23 ár. Fyrirtækið selur vörur sem styðja heilsueflingu og heilsusamlegan lífsstíl sem og vörur sem auðvelda hreyfingu og útivist og auðga þannig daglegt líf.

Eirberg á rætur sínar að rekja til heilbrigðisgeirans en Eirberg og systurfyrirtækið Stuðlaberg heilbrigðistækni, sem áður var heilbrigðisdeild Eirbergs, vinna náið saman og deila saman húsnæði að Stórhöfða 25. Starfsfólk systurfélaganna hafa víðtæka þekkingu í velferðartækni og menntun á heilbrigðissviði en meðal starfsmanna eru iðjuþjálfi, sjúkraþjálfari og hjúkrunarfræðingar.

„Starfsemin hjá okkur snýst um að hjálpa fólki að leysa margs konar vandamál sem snúa að heilsunni“, segir Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs.

Ekki tæki heldur fallegt úr

Klínískt vottað snjallúr sem mælir lífmörk fólks er nýjung hjá Eirbergi og sendir gögn í farsíma eigandans sem síðan getur sent þau beint til læknisins síns. „Franski framleiðandinn Withings  segir að úrið eigi ekki að vera tæki, heldur fyrst og fremst fallegt úr og menn þurfi ekki að vera sérfræðingar í því hvernig farsíminn virkar til að nota það“, segir Kristinn.

Taka hjartalínurit í úrinu

Withings ScanWatch úrið mælir púls og súrefnismettun eigandans sem ber það, mælir svefn og hreyfingu og tekur hjartalínurit. Ef hann er með óreglulegan hjartslátt, sendir úrið skilaboð um það í farsímann hans og biður hann vinsamlegast um að tékka á málinu. Þetta gerist sjálfkrafa í gegnum app í símanum, sem heitir Withings Health Mate en hægt er að hlaða appinu í símann án þess að borga nokkuð fyrir það.  Eigandi úrsins getur þá tekið hjartalínurit um leið og óregla gerir vart við sig. Niðurstöður línuritsins birtast á myndrænan hátt í símanum og auðvelt  er að senda gögnin sem pdf skjal til læknisins í tölvupósti, en það tekur aðeins nokkra smelli. Ef hann hefur ekki netfang læknisins getur hann bókað viðtal og sýnt honum gögnin beint úr símanum.

Einfalt í notkun

Úrframleiðandinn Withings leggur mikið upp úr að úrið hafi klíníska vottun. „Það hefur sömu klínísku vottun og blóðþrýstingsmælar sem við seljum heilsugæslunni og gefur því áreiðanlegar niðurstöður sem bæta yfirsýn og eftirfylgni heilbrigðisstarfsfólks.“, segir Kristinn.  Hann notar úrið sjálfur og segir það mjög einfalt í notkun.

 

Ritstjórn maí 2, 2023 11:45