Kynning

Stóll sem neyðir fólk til að sitja í réttri stöðu

Margir glíma við bakvandamál. Þau lagast yfirleitt ekki með aldrinum, frekar á hinn veginn. Hjá Eirbergi er að finna margvíslegar vörur, sem geta hjálpað þeim sem eru slæmir í baki.  Réttstöðubelti er til dæmis teygjubelti sem er sett yfir efri hluta baksins og brjóstið. Það spennir brjóstkassann upp, bætir blóðflæði og öndun og minnkar spennu í herðablöðum og hálsi.   Háls- og herðanuddtækin sem fást í versluninni eru líka mjög vinsæl. Í tækinu sem lagt er yfir herðarnar, eru nuddhausar og infrarauður hiti. Með tækinu má ráðast á bólguhnúta, vöðvaspennu og eymsli. Ef vel tekst til skilur það fólk eftir með mjúkar og afslappaðar herðar og axlir.

Kristinn Johnson

Vilja mæta fólki þar sem það er statt

Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs segir það markmið fyrirtækisins að bjóða vörur sem hjálpa fólki til að leysa ýmis vandamál sem það er að glíma við, þannig að lífsgæði þess verði meiri. „Þetta eru oft lífstílsvandamál . Við erum ekki hönnuð fyrir malbik eða til þess að sitja í skrifstofustól allan daginn. Við viljum taka á móti fólki þar sem það er, hvort sem það vill bæta árangur í þjálfun, lina áverka og meiðsli, eða fá göngugrind til að styðjast við“.

Að liðka bakið

Svokallað bakteygjubretti er til þess gert að teygja á hryggnum og liðka hann. Það á að auka sveigjanleika, lina bakverki, bæta líkamsstöðu og losa um vöðvaspennu.  Annað öflugra tæki sem er ætlað fyrir þá sem búa við mikið álag á bakið eða eru bakveikir er svokallaður Togbekkur, Þar hangir fólk á fótunum og þessi æfing á að losa bakið við stífni og veita slökun

Hér sést manneskja í togbekk

Ekki hægt að sitja skakkur á stólnum

Það skiptir ótrúlega miklu máli hvernig fólk situr við skrifborð yfir daginn. Stóllinn Swopper hefur verið til sölu hjá Eirbergi í rúm 20 ár.  Baklæknar hafa mælt með þessum stól sem er snúningsstóll á fæti. Á honum er ekkert bak og engir armar. Hann er mikið tekinn sem skrifborðsstóll. „Hann réttir fólk af. Hugmyndin er að álagið lendi á stólnum í stað þess að lenda á bakinu. Það er ekki hægt að sitja á honum í 90 gráðu vinkli. Staða líkamans verður því opnari en á venjulegum stól, sem bætir öndunina. Það er ekki hægt að sitja skakkur á honum. Stóllinn neyðir þig í rétta stöðu. Fólk er að spenna réttu vöðvana um miðbik líkamans og það kann að valda strengjum til að byrja með en það líður hjá“, segir Kristinn og bætir við að það sé yfirleitt alltaf eitthvað til af Swopper í klassískum litum en alltaf hægt að sérpanta áklæði og liti sem henta.

 

Ritstjórn september 27, 2023 11:00