Súsanna Svavarsdóttir fyrrum gagnrýnandi

Súsanna Svavarsdóttir var áberandi á áttunda og níunda áratug síðustu aldrar, sem blaðamaður og gagnrýnandi í sjónvarpi. Sennilega vissu allir hver Súsanna Svarsdóttir var á þeim tíma, en síðan hvarf hún úr ljósi fjölmiðlanna. Hún býr búi sínu í Mosfellsbæ, ásamt eiginmanninum Gunnlaugi Guðmundssyni, en saman eiga þau fimm börn og sjö barnabörn.

Súsanna stundar mastersnám í Þýðingarfræði við Háskóla Íslands auk þess sem hún undirbýr sig fyrir próf í löggiltum skjalaþýðingum og dómtúlkun. „Ég ákvað að hætta að vinna og fara í þetta“ segir hún þegar blaðamaður Lifðu núna nær tali af henni. „Þetta er óhemju skemmtilegt og mér finnst lífið æði“ bætir hún við.

En hvernig hugsar hún til áranna þegar hún var „fræg“ á Íslandi? „Mér finnst nákvæmlega það sama og mér fannst þá. Þetta var hryllilega erfitt, hrein martröð. Hún hentaði mér ekki þessi meinta íslenska frægð og fór illa með mig. Ég varð þunglynd. Ég er ekki týpan í að vera fræg. Mér finnst gaman að sökkva mér niður í mín verkefni og vera í fríi þess á milli. Þetta var óhugnanlega erfitt, en ég hafði fyrir þremur börnum að sjá og varð að láta mig hafa þetta“, segir hún, fyllilega sátt við umskiptin.

Ritstjórn nóvember 15, 2017 11:45