Tengsl milli heilabilunar og líkamlegrar hreysti

Tengsl milli líkamlegrar hreysti og vitsmunalegrar hnignunar koma greinilega í ljós samkvæmt nýrri sænskri rannsókn.

Konum hefur hingað til verið sagt að hjólreiðar séu góðar fyrir hjartað en hjólreiðar eru ekki síður góðar fyrir heilann. Það leiðir sænsk rannsóknin sem spannaði hálfan fimmta áratugí ljós. Rannsóknin hófst 1988. 191 kona tók þátt í henni og voru þær á aldrinum 38 til 60 ára þegar rannsóknin hófst. Konurnar voru látnar hjóla og ýmsir líkamsþættir mældir. Á næstu 44 árum var tilraunin svo endurtekin árlega á sömu konunum. Rannsóknin leiddi í ljós að þær konur sem voru í besta líkamlega forminu þegar rannsóknin hófst áttu síður á hættu að fá heilalbilun. Fimm prósent þeirra fengu á endanum heilabilun en fjórðungur kvennanna sem töldust í meðalgóðri þjálfun. Af konunum sem voru í hvað verstri líkamlegri þjálfun þróaði tæplega þriðjungur með sér heilabilunarsjúkdóma. Nærri helmingur kvennanna sem gátu ekki lokið fyrsta prófinu fengu heilabilun. Dr. Helena Hörder prófessor við Háskólann í Gautaborg segir niðurstöður rannsóknarinnar spennandi. Mörgum spurningum sé þó ósvarað til að mynda hvaða áhrif líkamsþyngd geti haft á þróun heilabilunar hjá konum. Auk þess sé ekkert hægt að fullyrða að það sama gildi um konur utan Svíþjóðar.

Sjá nánar nánar á neurology.org.

Ritstjórn apríl 4, 2018 10:06