Þetta gera frábærar ömmur

Sumar ömmur eru frábærar, aðrar eru góðar, þriðji hópurinn telur sig tilheyra báðum flokkunum en gerir samt ekki annað en gera líf hinna nýbökuðu foreldra hundleiðinlegt með aðfinnslum og óumbeðnum ráðum. En þetta ættu ömmur að hafa í huga vilji þær tilheyra fyrsta hópnum.

Gæta barnsins. Fæstum nýbökuðum mæðrum langar að fara í bæinn til að sýna sig og sjá aðra. Þær langar miklu meira að komast í sturtu eða bað án þess að þurfa stöðugt að gæta að barninu. Þær gæti líka langað að komast í ræktina eða stuttan göngutúr.  Amman gæti boðist til að gæta barnsins á meðan hin nýbakaða móðir gerir þessa hluti.

Hjálpaðu til við húsverkin. Brjóttu saman þvott, settu í uppþvottavélina, farðu út með ruslið, þrífðu gólfin, þvoðu þvott. Við vitum að þú ert ekki heimilishjálp en það sakar þig ekki að taka þessi verk að þér í nokkrar vikur óumbeðið eða svona rétt á meðan foreldrarnir eru að jafna sig á fæðingu barnsins.

Gættu orða þinna. Ekki tala stöðugt um að barnið líkist einhverjum í þinni fjölskyldu. Það er pirrandi fyrir tengdabarnið. Auk þess sem það er nánast ómögulegt að sjá hverjum ungabörn líkjast í raun og veru.

Liggðu á skoðunum þínum. Ef þú ert ekki beðin um álit á einhverju skaltu ekkert vera ræða um skoðanir þínar á því sem þér kann að mislíka. Það getur eitrað samband þitt við hina nýbökuðu foreldra.

Hringdu. Þegar þú ferð í matvöruverslun hringdu þá og spurðu hvort barnið eða foreldrana vanti eitthvað. Enn þá betra er að elda stöku sinnum fyrir foreldrana og hafðu þá í huga að elda rétt sem þú veist að hin nýbakaða móðir hefur dálæti á.

Barnið hænist að mér. Ekki tala um að þú haldir að barnið hænist að þér. Enginn móðir vill að barnið hænist meira að einhverjum öðrum en henni sjálfri. Þú getur gasprað um þessa hluti við vini þína ef þér finnst að þú þurfir á því að halda.

Ekki setja myndir á netið á leyfis. Það getur sem best truflað og reitt nýbakaða foreldra til reiði ef verið er að dreifa myndum af barni þeirra á Internetinu. Þó að þú sért stolt amma þá hefur þú ekki leyfi til slíks. Hafðu í huga að myndir sem settar eru á netið eru þar um aldur og ævi.

Dáðstu að barninu. Það er fátt sem gleður nýbakað foreldra jafn mikið og þegar dáðst er að barni þeirra. Enda eru hvítvoðungar fullkomnir og mæður þeirra hafa gaman að því að segja öðrum frá því og amman er ein af þeim.

Segðu móðurinni að hún sé frábær. Vertu óspör á hrós við hina nýbökuðu móður. Segðu henni að hún sé að standa sig vel og sé að gera góða hluti. Það er fátt sem gleður jafn mikið.

Ritstjórn maí 3, 2018 06:11