Tískuhugmyndir á rauða dreglinum

Crystal Cave

Crystal Cave

„Þessi tágranna leikkona sem birtist okkur á rauða dreglinum  í glæsilegum hönnunarkjól vekur oftast þá hugsun að: „Hún er svo grönn og að ég gæti aldrei gengið í þessu.“ Þar með kæfum við í leiðinni innblástur sem við fundum kannski fyrir,“ segir stílistinn Crystal Cave í pistli sem birtist nýlega í Huffington Post. Í pistlinum fjallar Crystal um hvernig konur óháð vaxtalagi og aldri geta fengið nýjar tískuhugmyndir með því að horfa á konurnar sem birtast á rauða dreglinum. Það er ekki úr vegi að að skoða hvernig stjörnurnar sem birtust á rauða dreglinum á Óskarsverðlaunahátíðinni voru klæddar og fá þannig nýjar hugmyndir.

Crystal segir „Í raun er góð hönnun ekki bundin við fatastærð. Algengur misskilningur varðandi stíl er að við teljum ranglega að við getum ekki notað hönnunina nema sjá hana á manneskju sem er líkist okkur í vaxtarlagi.  En lykillinn að því að nýta innblásturinn, er eimmitt að taka þá hluti hönnunarinnar sem þér þykja góðir og gera að þínum. Hugtak eins og „líkamsvirðing“ og einnig sú staðreynd að „alvöru konur“ sjáist ekki í fjölmiðlum er vel þekkt. Vonandi er breytinga að vænta á því sviði en á meðan við bíðum eftir því skulum við hætta að hugsa á þann veg  að við getum ekki sótt okkur innblástur hjá stjörnunum, alveg sama í hvaða stærðir þær nota.

Crystal setur fram sex hugmyndir um það sem konur ættu að taka eftir þegar þær horfa á konurnar á rauða dreglinum.

  1. Litir

Taktu efir því hvaða liti hönnuðirnir eru að nota. Sérðu mikið af bleiku, gulu eða glansandi? Dregillinn er góð vísbending um hvaða litir verða ráðandi í vor og næstu misseri. Taktu eftir þeim litum sem þú hrífst af og leitaðu svo að þeim litum næst þegar þú skoðar föt í búðum.

  1. Skart

Hvernig skartgripi nota stjörnurnar? Ertu að sjá stóra og áberandi skartgripi eða einfalda og klassíska? Þú getur elt þessar hugmyndir þegar þú velur skartgripi úr eigin safni eða þegar þú færð þér nýja skartgripi. Góður staður á netinu til að fylgjast með straumum og stefnum í skartgripum er síðan BaubleBar

  1. Hár og farði

Hvernig hárgreiðslu og förðun eru konurnar með? Er varalitunin mjög áberandi? Eru augun dregin fram með förðun? Prófaðu eitthvað af því sem þér hefur þótt fallegt næst  þegar þú ferð út.  Ef þú ert ekki viss um hvað sé í gangi er  mikið af góðum ráðum að finna á síðum eins og Pinterest og You Tube.

  1. Lögun

Taktu eftir hvernig flíkurnar eru sniðnar. Konurnar eru ekkert allar í síðkjólum. Ef til vill er ein og ein í mjög óhefðbundnum kjól sem grípur augað. Eða hálsmál sem þú gætir hugsað þér að prófa. Í fyrra sá ég tvær leikkonur mæta í drögtum sem mér þóttu svo glæsilegar að ég fór strax og fékk mér svipaða.

  1. Efni og áferð

Vekur einhver áferð athygli þína? Glæsilegir kjólar með blúndum? Ögrandi hálfgegnsæ efni? Mundu bara þegar þú ert að kaupa föt að leita að  efnum sem þú ert hrifin af. Þú þarf ekkert að gera alveg eins og stjörnurnar, bara gera stílinn að þínum.

  1. Þekktu eigin vöxt

Þetta á ávallt við þegar þú ert að yfirfæra einhvern stíl yfir á sjálfa þig.  Við höfum ólíka líkama og því betur sem þú þekkir þína líkamslögun því auðveldara áttu með að setja saman flíkur og aukahluti þannig að þú berir þá með stæl og að velja það sem fer þínum vexti best.

Ritstjórn mars 4, 2016 11:20