Tískulitirnir í haust

Dökkblátt í stað svarts.

Þetta verður óvenju litríkt haust þegar kemur að fatnaði. Sinnepsgult, rautt, grænt og bleikt eru litir sem verða áberandi í fatatískunni. Aðrir litir sem verða vinsælir eru gulllitur, kopar, brúnt og túrkis.  Svo eru það öll munstrin, köflótt er þar í fyrsta sæti, svo eru það doppur, dýramynstur og blómamynstur. Það er svo sannarlega úr nægu að velja.  „Það var oft gert grín að því í útlöndum að íslenskar konur væru alltaf svartklæddar en við erum að ná okkur út úr svarta litnum,“ segir Hjördís Sif Bjarnadóttir eigandi og verslunarstjóri Tískunnar í Skipholti 21. „Dökkblár er nýi  grunnliturinn. Svart er á undanhaldi. Nú tala menn um bláa litinn sem þann nýja svarta,“ segir Guðný Kristín Erlingsdóttir eignandi verslunarinnar Stíls í Súðumúla.  Í svipaðan streng tekur Friðrika Hjörleifsdóttir eigandi Black Pepper Fashion á

Rautt í Stíl

Laugavegi  178. Hún segir að svartir kjólar seljist illa það séu miklu fleiri konur sem kjósi litríka kjóla ýmist munstraða eða einlita.  Það gildi hins vegar ekki það sama um buxur, svartar þyki alltaf klassískar. „Rautt sérstaklega dökkrautt er að detta sterkt inn þessa dagana. Miklu fyrr en ég átti von á því undanfarin ár hafa vinsældir hans verið mestar í nóvember og desember.  Þetta verður einstaklega litríkt haust og vetur svo er það sinnepsgult, flöskugrænt, hermannagrænn blái liturinn er enn þá inni. Svo eru það náttúrulega þessir klassísku litir svart og grátt. Það er líka mikið um mynstur,  köflótt er mjög vinsælast, köflótt efni eru notuð í kápur, jakkar, buxur, kjóla og skyrtur.  Dýramynstur eru líka að koma aftur eftir að hafa verið í lægð í nokkurn tíma. Svo er nokkuð mikið um doppótt,“ segir Friðrika.

Bleikt í Tískunni.

„Nýi liturinn hjá okkur er hoxiableikur og svo er fölbleikur einn vinsælasti liturinn í bland við dökkbrúnan og gráan. Rauði liturinn kemur inn þegar jólin nálgast  hann er alltaf gengum gangandi. En helsta breytingin er að það er að koma miklu meira af sterkum litum,“ segir Hjördís Sif í Tískunni. Hún segir að verslunin leggi mikið upp úr því að vera með sígildar og vandaðar vörur sem konur geti notað ár eftir ár. Við eigum alltaf gott úrval af kápum og drögtum í svörtu og raunar fleiri litum. „Við erum ítalskar og þýskar gæðavörur. Ég hef alltaf sagt að sé miklu ódýrara til lengri tíma litið að kaupa sér vel sniðinn fatnað úr góðum efnum,“ segir Hjördís Sif.

„Tískan í haust er mjög lífleg. Það er gulllitur, kopar og sinnepsgulur, rauður, grænn og túrkis sem notað er með brúnum og kopar. Það eru líka endalaus mynstur. Það er endalaus gleði í tískunni þetta haustið,“ segir Guðný Kristín í Stíl. Önnur breyting sem sé merkjanleg sé að axlapúðar séu farnir að sjást í jökkum. „Þetta eru ekki þessir risaaxlapúðar sem voru í gamla daga heldur þunnir púðar sem eru notaðir sem lyfting á öxlunum,“ segir Guðný Kristín.

Dásamlegt haust í Black Pepper

„Menn hafa verið að reyna að koma útvíðum buxum í tísku í ein þrjú ár en enn sem komið er eru buxur með þröngum skálmum miklu vinsælli. Það er helst að ungar konur eða stelpur kaupi víðu buxurnar. En maður sér að það eru fleiri og fleiri framleiðendur að reyna að ýta útvíðu buxunum inn á markaðinn,“ segir Friðrika í Black Pepper Fashion.

Það er samsagt ljóst af framansögðu að það er ekki einhver einn litur sem verður alls ráðandi í haust og vetur. Sama gildir um sniðin. Tiskudrósir á öllum aldri ættu því að eiga auðvelt með að finna það sem þeim finnst hæfa sér best.

Ritstjórn september 7, 2018 06:12