Blossi: Samsýning Sossu og Antons Helga Jónssonar

Fimmtudaginn 31. ágúst kl. 18:00 opna Sossa og Anton Helgi Jónsson sýningu undir heitinu Blossi í Bíósalnum, Duushúsum, Reykjanesbæ. Blossi er samsýning á málverkum og ljóðum sem snúast um ástar- og hlutverkaleiki kynjanna. Sýningin stendur til 15. október.

Sossa og Anton Helgi Jónsson eiga það sameiginlegt að hafa bæði velt fyrir sér margbreytileika mannlífsins, hún í málverkum og hann í ljóðum. Með bros á vör og lífsgleðina að leiðarljósi hafa þau dregið upp myndir af alls konar fólki í verkum sínum. Sossa hefur áður málað myndir út frá ljóðum úr bókum AntonsHelga en málverkin á sýningunni Blossa urðu til eftir að listamennirnir ákváðu að vinna saman að sýningu með erótískum undirtóni.  Opið verður flesta daga frá 12 – 18.

Ritstjórn ágúst 29, 2017 14:57