Á hverju lifum við? – fyrirlestur á vegum U3A

Dagskrá ársins hjá Háskóla þriðja æviskeiðsins, U3A, hefur farið vel af stað og viðburðir janúarmánaðar hafa verið fjölbreyttir, áhugaverðir og vel sóttir.  Fyrirlestrarnir eru haldnir í Hæðargarði á þriðjudögum klukkan 17:15 og aðgangur er öllum heimill.  Það kostar 500 krónur á hvern viðburð.   Það verður fjölbreytt dagskrá á næstunni og á þriðjudaginn 2. febrúar verður haldinn fyrirlestur sem ber fyrirsögnina.

Á hverju lifum við?

Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands fjallar um plöntutegundir í fæðu mannkyns, eiginleika, afurðir og framleiðsluþróun á heimsvísu m.a. í samhengi við vaxandi fólksfjölda.

Ritstjórn janúar 29, 2016 10:56