Að vinna bug á fátækt – fundur FEB á mánudag

Á fræðslufundi Félags eldri borgara í Reykjavík  mánudaginn 16. mars kl. 15.30, verður fjallað um skýrslu velferðarvaktarinnar.

Siv Friðleifsdóttir formaður vaktarinnar kynnir efni skýrslunnar.
Í lok janúar s.l. afhenti Velferðarvaktin félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með tillögum til að vinna bug á fátækt á Íslandi.
Siv Friðleifsdóttir, sem er formaður Velferðarvaktarinnar, kynnir innihald skýrslunnar á fræðslufundi hjá FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þar sem hún mun fjalla um stöðu efnalítilla fjölskyldna og þeirra sem búa við sára fátæk og einnig tillögur til úrbóta.Lagt er til að stjórnvöld feli frjálsum félagasamtökum aukið hlutverk við að aðstoða einstaklinga og fjölskyldur sem búa við sára fátækt og að stofnaður verði verkefnasjóður sem gæti styrkt tímabundin verkefni sem frjáls félagasamtök stæðu fyrir í þessu sambandi.
FEB sem er frjáls félagasamtök, mun áfram sinna verkefnum á þessu sviði. Hlutverk FEB er að gæta hagsmuna eldra fólks í hvívetna. Daglega leita til félagsins fjöldi aðila með sín mál sem flest tengjast beint eða óbeint því sem hér kemur fram. Fundurinn verður haldinn í húsnæði félagsins í Stangarhyl.

Ritstjórn mars 12, 2015 10:17