Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík á föstudaginn

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn föstudaginn 20. febrúar 2015 og hefst kl. 16.00 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.

Dagskrá fundarins er þannig:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári
  3. Ársreikningar félagsins fyrir árið 2014 ásamt fjárhagsáætlun 2015
  4. Kosning stjórnar
  5. Afgreiðsla tillagna og erinda
  6. Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna árið 2015
  7. Önnur mál

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér félagsskírteini fyrir árið 2014 (grænt skírteini).

Listi uppstillingarnefndar um frambjóðendur og nöfn annarra frambjóðenda til stjórnar félagsins liggur frammi á skrifstofu þess Stangarhyl 4.

Ritstjórn febrúar 17, 2015 15:12