Aðalfundur U3A í næstu viku

Aðalfundur U3A, sem er skammstöfun fyrir Háskóla þriðja æviskeiðsins, verður haldinn þriðjudaginn 17.mars klukkan 18:30 í félagsmiðstöðinni Hæðargarði 31 í Reykjavík.  Á fundinum verður nýr formaður kjörinn, í stað Ingibjargar R. Guðlaugsdóttur sem verið hefur formaður síðustu ár.  Samkvæmt samþykktum U3A, má formaðurinn ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil.   Tilgangur samtakanna er að stuðla að því að fólk, sem er hætt á vinnumarkaði eða farið að huga að starfslokum ,hafi fjölbreytilegt framboð af fræðslu, án þess að um formlega skólagöngu sé að ræða.  Fræðslan byggir að mestu á jafningjafræðslu, þar sem meðlimir samtakanna deila með sér þekkingu, reynslu og færni.  Meginmarkmið samtakanna er að þeir sem komnir eru á þriðja æviskeiðið eigi þess kost að afla sér og miðla þekkingu eins lengi og þeir vilja og geta. Þriðja æviskeiðið, er það æviskeið sem tekur við hjá fólki, eftir að launuðu starfi lýkur.

Ritstjórn mars 3, 2015 14:40