Aðalstrætið – Kvöldganga á vegum Borgarsögusafns

Kvöldganga 27. júní kl. 20

Aðalstrætið – upphaf byggðar í Reykjavík er yfirskrift kvöldgöngu sem Borgarsögusafn stendur fyrir fimmtudaginn 27. júní kl. 20.

Aðalstræti er ein elsta og merkasta gata Reykjavíkur með djúpar sögulegar rætur allt frá landnámstíð. Í raun má segja að Aðalstrætið sé einskonar söguleg tímalína Reykjavíkur því úr henni má lesa þróun byggðar frá landnámi til samtímans. Guðbrandur Benediktsson sagnfræðingur og safnstjóri Borgarsögusafns leiðir gönguna og fræðir göngufólk um þessa merkilegu sögu borgarinnar.

Lagt verður af stað frá Grófarhúsi í Kvosinni kl. 20.

Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Leiðsögnin fer fram á íslensku.

Kvöldgöngur eru samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur, Borgarbókasafns Reykjavíkur og Listasafns Reykjavíkur og fara þær fram á fimmtudagskvöldum yfir sumarmánuðina.

Ritstjórn júní 25, 2019 14:37