Aðbúnaður geðveikra fyrir daga geðspítala – fyrirlestur

Sagnfræðingafélag Íslands er með hádegisfyrirlestra í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands. Nokkrir fyrirlestrar hafa verið haldnir í þessari fyrirlestraröð í vetur og verður sá næsti á þriðjudaginn kemur, eða 29.nóvember.  Hann heitir: Aðbúnaður geðveikra á Íslandi og umbætur yfirvalda fyrir daga geðspítala, en það er Sigurgeir Guðjónsson sem flytur fyrirlesturinn.
Hann er haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, hefst klukkan 12:05 og lýkur klukkan 13:00.
Ritstjórn nóvember 23, 2016 12:54