Af fingrum fram – Egill Ólafsson

Egill Ólafsson verður með tónleika í Salnum í Kópavogi 10.mars og hefjast þeir klukkan 20.30.

Sumir vilja meina að Egill sé besti íslenski söngvarinn frá upphafi vega. Það eru stór orð en fáir hafa sýnt af sér aðra eins fjölhæfni og þessi forsprakki Spilverks þjóðanna, Þursaflokksins og Stuðmanna.  

Lög hans og textar hafa og yljað þjóðinni í áratugi og löngu kominn tími á að þessi frábæri listamaður fái að láta ljós sitt skína í Salnum.

Ritstjórn mars 6, 2017 14:01