Aftur til 80´s

Kvennakór Kópavogs fagnar 15 ára afmæli þessa vorönn og af því tilefni verða haldnir tvennir tónleikar í Gamla Bíói að kvöldi síðasta vetrardags, þann 19. apríl , kl. 19:00 og 22:00.

Horfið verður aftur til níunda áratugarins og rifjað upp breitt úrval laga, t.d. Nothing else matters, Poison, Alone, It’s raining men, Hero og mörg fleiri.

Með kórnum verður hljómsveit sem sett er saman sérstaklega fyrir þessa tónleika, ásamt einsöngvurunum Pétri Erni og Heru Björk. Sunna Ösp Bjarkadóttir kórsystir mun einnig syngja eitt lag. Áhorfendur geta átt von á því að upplifa rokktónleika með ljósaflóði, reyk og dúndur flutningi kórs og hjómsveitar undir styrkri stjórn John Gear.

Hljómsveit:
Hljómborð og stjórn: John Gear
Gítar: Einar Þór Jóhannesson
Bassi: Ingimundur Benjamín Óskarsson
Trommur: Ellert S. B. Sigurðarson

Ritstjórn apríl 12, 2017 12:03