Hádegisfyrirlestrar RIKK í Þjóðminjasafni í vetur

Haustdagskrá RIKK  í Þjóðminjasafni er hafin. Þema fyrirlestrarraðarinnar að þessu sinni er kynbundið ofbeldi.  Aðrir viðburðir á haustmisseri eru málþing um intersex fólk, sem haldið er í samstarfi við þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands og félagið Intersex Ísland, og ráðstefnan Confronting gendered violence: Focus on perpetrators. Norræn ráðstefna sem haldin er í samstarfi við NIKK – norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneyti Finnlands. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finn á vefnum: http://cgv.hi.is/.

Hádegisfyrirlestrar RIKK í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, kl. 12.00-13.00

  1. október

Jón Ingvar Kjaran, lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands:

„Ég er ofbeldismaður.“ Hvaða mynd draga gerendur ofbeldis upp af sjálfum sér?

  1. október

Ingibjörg Eyþórsdóttir, doktorsnemi í íslenskum bókmenntum

„Þú braust upp mitt hægaloft, þar ég inni lá.“ Ofbeldi í garð kvenna í nokkrum íslenskum sagnadönsum frá síðmiðöldum

  1. nóvember

Sigrún Ólafsdóttir, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands:

Kynjuð samfélög: Áhrif á heilsu karla og kvenna í alþjóðlegum samanburði

  1. nóvember

Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands:

Nauðung eða næturgreiði? Um stéttbundna misnotkun kvenna í afþreyingarbókmenntum miðalda

 

Málþing

  1. nóvember

Málþing um málefni intersex fólks í samstarfi við þverfræðilegt nám í kynfræði við Háskóla Íslands og félagið Intersex Ísland

Stofa 101 í Lögbergi

 

Ráðstefnur

  1. nóvember -2. desember

Confronting gendered violence: Focus on perpetrators. Norræn ráðstefna sem haldin er í House of Estates Helsinki í samstarfi við NIKK – norrænu upplýsingamiðstöðina um kynjajafnrétti – og velferðarráðuneyti Finnlands. Sjá nánar: http://cgv.hi.is/.

Ritstjórn september 7, 2016 09:10