Áhrifavaldar – sýningarspjall

Þann 14. janúar á milli klukkan 14. 00 og  15.30 ræða ljósmyndarar um valin verk á sýningunni „PORTRETT- handhafar Hasselblad verðlaunanna“ og setja í samhengi við sín eigin verk. Vöngum er velt yfir því hvað býr að baki góðri ljósmynd og hvað geri listamann að áhrifavaldi. Á sýningunni gefur að líta úrval verka eftir handhafa Hasselblad-verðlaunanna með sérstakri áherslu á portrett. Alls sjö ljósmyndarar eiga verk á sýningunni og spanna þau tímabilið 1940 til 2014. Sýningin skartar lykilverkum goðsagna allt frá Irving Penn og portrettum hans af Salvador Dalí og Marcel Duchamp til Richards Avedon og verks hans The Family af áhrifafólki í bandarísku þjóðlífi árið 1976. Á sýningunni er einnig að finna hina goðsagnakenndu tískumynd Avedons, Dovima with Elephants, Evening Dress by Dior, Cirque d’Hiver, Paris, August 1955.  Ljósmyndasafnið er til húsa að Tryggvagötu 15.

Ritstjórn janúar 6, 2017 12:32