Allt sem þú vilt vita um Vestmannaeyjar á fyrirlestrum U3A og áttahagafélagsins í Hæðargarði

Nú er að hefjast þriggja erinda námskeið U3A  í samstarfi við Átthagafélag Vestmannaeyinga.  Námskeiðið verður á hefðbundnum tíma í Hæðargarði 31, kl 17:15 , þriðjudagana 7. og 14. mars og 25. apríl. Námskeiðinu lýkur síðan með dagsferð út í Eyjar 13. maí.  Ekki er nauðsynlegt að taka þátt í öllum hlutum námskeiðsins, aðgangseyrir að erindunum að venju 500 krónur og allir velkomnir. Nánari tilhögun Eyjaferðar verður kynnt síðar.

 

Fyrsti hluti – Vestmannaeyjar I

Þriðjudaginn 7. mars, kl. 17:15 í Hæðargarði 31

Karl Gauti Hjaltason, flytur erindi sem hann kallar

Frá forneskju til framfara

Karl Gauti Hjaltason er lögfræðingur að mennt og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum.   Karl Gauti hefur starfað lengi innan íþróttahreyfingarinnar og hlotið gullmerki ÍSÍ 1998 og verið ritari Skáksambands Íslands. Hann var frumkvöðull að stofnun og fyrsti formaður Stjörnufræðifélags Vestmannaeyja.

 

Annar hluti – Vestmannaeyjar II

Þriðjudaginn 14. Mars, kl. 17:15 í Hæðargarði 31

Kári Bjarnason, flytur erindi sem hann kallar

Upphaf Vesturheimsferða

Kári Bjarnason er forstöðumaður Safnahúss Vestmannaeyja. Hann er magister í íslenskum fræðum og er með B.A.-prófi í heimspeki. Kári starfaði sem bókavörður og handritavörður á Landsbókasafni Íslands samfellt í 16 ár og vann einnig tímabundið sem sérfræðingur á handritasöfnum víðsvegar um heim, þ.á m. í Kaupmannahöfn, Vatikaninu og Oxford. Kári hefur setið í stjórn Bókavarðafélags íslands,  stjórn Menningarsjóðs og situr nú í stjórn Reykjavíkur Akademíunnar.

 

Þriðji hluti – Vestmannaeyjar III

Þriðjudaginn 25. apríl, kl. 17:15 í Hæðargarði 31

Helga Hallbergsdóttir og Hrefna Valdís Guðmundsdóttir

flytja erindi sem þær kalla

“Lifað með náttúrunni í Eyjum”.

Þær Helga og Hrefna Valdís munu í erindinu bregða ljósi á lif og starf sex atorkukvenna á 20. öld, ekki bara í baráttu heldur líka í náinni samvinnu við náttúruna.

Helga Hallbergsdóttir, menningarmiðlari er safnstjóri Sagnheima, Þekkingarseturs Vestmannaeyja . Hún hefur lokið prófi í íslensku og sagnfræði og meistaranámi í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Íslands.

Hrefna Valdís Guðmundsdóttir er þjóðfræðingur að mennt

 

Fjórði hluti – Vestmannaeyjar IV

 

Laugardaginn 13 maí

Dagsferð til Vestmannaeyja

Ferðin er hugsuð sem fræðslu- og skemmtiferð í kjölfar erindanna. Skoðaðir verða helstu merkisstaðir Vestmannaeyja með leiðsögn. Nánar um tilhögun þegar nær dregur

 

Ritstjórn mars 6, 2017 14:18