Arkitektúr sem fólk elskar að hata – fyrirlestur og umræður á Kjarvalsstöðum

Fyrirlestur og umræður: Arkitektúr sem fólk elskar að hata

19. Febrúar 2017 – 14:00
Staður viðburðar:
Kjarvalsstaðir

Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt opnar og leiðir umræður um hlutverk arkitektúrs í ljósi þeirra átaka sem oft spretta upp varðandi nýbyggingar og endurgerðir eldri húsa í ný hlutverk.

Litið verður til þeirra miklu deilna sem oft skapast í samfélaginu í tengslum við byggingarlist.
Hver er hvati arkitektsins við hönnunina?
Hvernig mætir sá hvati og vilji eignarétti í okkar samhengi – og af hverju eiga arkitektar hugverkarétt á eignum sem aðrir hafa greitt fyrir?
Hvað þýðir nákvæmlega listrænt gildi hönnunar, hver á að meta og hvaða vægi á hún að hafa?

Í panel eftir framsögu verða:
Guja Dögg Hauksdóttir, arkitekt, rithöfundur og fyrrum forstöðumaður byggingalistadeildar Listasafns Reykjavíkur
Hjörleifur Stefánsson, arkitekt
Steve Christer, arkitekt m.a. að endurgerð Hafnarhúss fyrir Listasafn Reykjavíkur og vinningstillögu að nýbyggingu á Alþingsreit
Ólöf Örvarsdóttir arkitekt og sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar

Hildigunnur hefur sinnt fagstjórn, kennslu, rannsóknum og ráðgjöf í tengslum við félagspólítiskt samhengi manngerðs umhverfis.

Aðgöngumiði á safnið gildir.

Ritstjórn febrúar 17, 2017 11:51