Ásmundarsafn- sýning Brynhildar

Brynhildur Þorgeirsdóttir (1955) stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands, Gerrit Rietveld Academie í Hollandi og California College of Arts and Crafts, auk sérnáms í gleri við Orrefors í Svíþjóð og Pilchuck Glass School í Bandaríkjunum.  Hún sýnir um þessar mundir í Ásmundarsafni.

Verk Brynhildar er að finna í öllum helstu söfnum landsins auk safna  í ýmsum löndum austan hafs og vestan. Hún hefur hlotið styrki og viðurkenningar fyrir verk sín og meðal annars tvisvar fengið úthlutun úr The Pollock- Krasner Foundation.

Ritstjórn apríl 26, 2019 12:31