Barnabörnin og vetrarfríið – Borgarsögusafn býður uppá dagskrá

Borgarsögusafn býður börn og foreldra þeirra sérstaklega velkomin í safnið í vetrarfríinu mánudaginn 20. feb og þriðjudaginn 21. feb. Það er frítt þá daga inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum.

 

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá Borgarsögusafns á hverjum stað.

 

Árbæjarsafn

Mánudagur 20. feb og þriðjudagur 21. feb

Opið frá 13-16

Húsin við torgið í Árbæjarsafni verða opnuð sérstaklega í vetrarfríinu. Leikfangasýningin Komdu að leika í Landakoti (ÍR húsi), Suðurgata 7 og sýningin Neyzlan í Lækjargötu verða opnar auk þess sem myndataka með bakgrunni verður í boði í húsinu LÍKN. Boðið er upp á myndaþraut í Koffortinu í kjallara Landakots (ÍR húsinu) þar sem ýmislegt forvitnilegt er að finna frá því „í gamla daga.“

 

Landnámssýningin

Mánudagur 20. feb og þriðjudagur 21. feb

Opið frá 9-18

Klárir krakkar í fylgd með fullorðnum geta spreytt sig á rúnapúsli á Landnámssýningunni í vetrarfríinu. Þar er hægt að smella sér inn í miðaldaheim, spila gamla leiki og fikta í leikföngum eins og víkingabörn léku sér með. Notalegt og lærdómsríkt í senn.

 

Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Mánudagur 20. feb og þriðjudagur 21. feb

Opið 10-18

Boðið er upp á skemmtilega myndaþraut í tengslum við sýningu Jóhönnu Ólafsdóttur, Ljósmyndir sem sýnir fólk í ýmsum hversdagslegum aðstæðum. Ef rýnt er í smáatriði á ljósmynd kemur ýmislegt spennandi í ljós. Þrautin er tilvalin fyrir börn og fullorðna að leysa saman. Vakin er athygli á nýjum skjásýningum í Ljósmyndasafninu sem gaman er að skoða.

 

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Mánudagur 20. feb og þriðjudagur 21. feb

Opið 10-17

Fjölskyldum er boðið upp á að taka mynd af sér og sínum með hatta og ýmis sjómanna/kvenna gervi í björgunarhringsramma og deila með myllumerkinu #sjominjasafnid. Einnig er hægt að fara í skoðunarferð um safnið með fjársjóðskort og fá glaðning að leiðangri loknum. Þriðjudaginn 21. feb. frá kl. 13-16 verður boðið upp á mjög metnaðarfulla flugfiskasmiðju í Hornsílinu þar sem fjölskyldur fá að spreyta sig á að búa til sína eigin flugdreka með aðstoð flugdrekasérfræ

Ritstjórn febrúar 20, 2017 11:43