Bókmenntakvöld í bókasafni Seltjarnarness

Fyrsta bókmenntakvöld Bókasafns Seltjarnarness á nýju ári verður þriðjudagskvöldið 9. Janúar kl. 19.30. Nú er það Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur sem verður gestur safnsins og mun lesa upp úr og fjalla um bók sína „Blóðug jörð“ sem er þriðja og síðasta bók hennar í hinum gríðarlega vinsæða þríleik um landnámskonuna Auði djúpúðgu. Blóðug jörð er sjálfstæð saga um flótta Auðar yfir hafið frá Skotlandi til Íslands. Bækurnar hafa allar hlotið afar góða dóma og hér má sjá nýja dóma Kiljunnar um Blóðuga jörð http://ruv.is/sarpurinn/ruv/kiljan/20171220Nánari upplýsingar um bókina og Vilborgu í viðburði um bókmenntakvöldið á fésbókarsíðu bóksafnsins https://www.facebook.com/events/151928928780969/

 Allir velkomnir að eiga með okkur notalega kvöldstund – kaffi og kruðerí í boði

Ritstjórn janúar 8, 2018 13:56