Borgir og sérkenni Reykjavíkur

Þriðjudaginn 3. Nóvember, 2015 kl. 17:15 í Hæðargarði 31 flytur Dr. Bjarni Reynarsson, skipulagsfræðingur

Erindi um sögu borga og borgarskipulags með áherslu á skipulagssögu Reykjavíkur

Fyrir rúmu ári kom út hjá bókaútgáfunni Skruddu bókin Borgir og borgarskipulag eftir Dr. Bjarna Reynarsson skipulagsfræðing. Í bókinni er fjallað um sögu borga og borgarskipulags frá öndverðu, þróun Kaupmannahafnar, sem var höfuðborg Íslands í hartnær fimm aldir, og þróun og skipulag Reykjavíkur.

Bjarni mun í erindinu kynna valda þætti úr bókinni með áherslu á skipulagssögu Reykjavíkur.

Bjarni lærði skipulagsfræði við Illinois háskólann í Bandaríkjunum. Hann starfaði á Borgarskipulagi Reykjavíkur um aldarfjórðungs skeið og hefur síðustu ár unnið sem ráðgjafi í skipulagsfræðum og við háskólakennslu.

Gestum gefst kostur á því að kaupa bókina á kr. 5000 af höfundi á staðnum, en hún hefur verið seld á kr. 13.000 í bókabúðum. Umfjöllun um bókina er að finna á

http://blog.pressan.is/arkitektur/2014/10/06/ny-bok-borgir-og-borgarskipulag/

Allir velkomnir. Aðgangseyrir 500 krónur

 

Ritstjórn nóvember 2, 2015 10:50