Borgir – sýning Sigurborgar Stefánsdóttur í Borgarbókasafni Grófinni

sigurborg_stefansdottir_heimasidaSigurborg Stefánsdóttir sýnir málverk í Artótekinu

Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
8. nóvember – 3. desember 2016

Málverkin eru unnin með blandaðri tækni og þema þeirra allra er borgarlandslag.
Mynstur og kerfi í frekar lífvana umhverfi.
Gæti verið framtíðarsýn, en er það vonandi ekki.

Sigurborg Stefánsdóttir stundaði nám í Kaupmannahöfn og útskrifaðist frá Skolen for Brugskunst ( Danmarks Design skole ) 1987.Hún hefur haldið 14 einkasýningar, á Íslandi, Danmörku og Ítalíu og tekið þátt í fjölda samsýninga víðsvegar um heim.

Sigurborg hefur einnig fengist við myndskreytingar og bókagerð og var kennari við Myndlista- og  handíðaskóla Íslands 1989-2000 og stundakennari við Listaháskóla Íslands 2000 – 2011.

Hún hefur fengið styrki til námsdvalar í Bandaríkjunum og Japan. Aðferðir við myndsköpun hennar eru ýmiss konar; málun, teikning, grafík, klippimyndir, ljósmyndir ofl. Myndefnið er fjölbreytt, ýmist fíguratíft eða nonfíguratíft.

www.sigurborgstefans.is

www.artotek.is

Nánari upplýsingar veitir:
Droplaug Benediktsdóttir
Netfang: droplaug.benediktsdottir@reykjavik.is

Ritstjórn nóvember 23, 2016 11:54