Diddú heiðrar minningu Auðar Laxnes á tónleikum á Gljúfrasteini

Diddú ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur munu heiðra minningu Auðar Laxness á næstu stofutónleikum Gljúfrasteins, sunnudaginn 29. júlí.

Auður Laxness hefði orðið 100 ára í ár og af því tilefni mun Diddú  fara með áhorfendur í ferðalag tengdum utanlandsreisum hjónanna á Gljúfrasteini.

Undirleikur verður í höndum Helgu Bryndísar Magnúsdóttur. Á efnisskránni má meðal annars finna sönglög eftir Alabieff, Rossini, Sibelius og J. Kern.

 

Stofutónleikarnir eru haldnir hvern sunnudag til 26. ágúst og hefjast þeir kl. 16:00. Miðar eru seldir í safnbúð Gljúfrasteins samdægurs og kosta 2500 kr. Ókeypis er fyrir börn á leikskólaaldri.

 

Dagskrá stofutónleikanna í heild sinni.

 

Ritstjórn júlí 24, 2018 15:00