Eldumst vel og hraustlega – Lífsstílskaffi í Gerðubergi

Lífstílskaffi Gerðuberg Borgarbókasafnið Þorbjörg Hafsteinsdóttir

Lífstílskaffi | Eldumst vel og hraustlega

Menningarhús Gerðubergi, miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20 – 21.30

Þorbjörg Hafsteins rifjar upp það sem hefur áhrif á of hraða öldrun og það sem við getum gert til að snúa tímanum tilbaka.

Það skiptir ekki máli á hvaða aldri við erum; undir eða yfir fimmtugs aldri. Við eldumst öll, það er óumflýjanlegt. En hvernig og á hvaða hátt við eldumst er að mörgu leyti í okkar höndum. Það eru margar rannsóknir sem styðja að eðlileg öldrun er háð mataræði og lífsstíl. Það er ekki bara genin sem ráða hvaða sjúkdóma við fáum eða sleppum við á lífsleiðinni. Á lífstílskaffinu tölum við um það sem við getum gert til að yngja okkur upp. Það er af ýmsu að taka til að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma, sykursýki 2, bólgusjúkdóma og Alzheimer.

Þorbjörg hefur síðustu 3 vikur verið á Sardíniu í Ítalíu að vinna sem sérfræðingur í breskum sjónvarpsþáttum. Markmiðið er að athuga hvort hægt sé að lækka líkamsaldur um 10 ár á 3. vikum.

Þorbjörg er hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti, lífsráðgjafi, rithöfundur og jógakennari og rekur veitingahúsið Yogafood sem opnaði nýverið á Grensásvegi 10

 

Ritstjórn október 25, 2017 17:12