Er heilahreysti í okkar höndum

Vikuna 14. til 18. mars mun sálfræðisvið Háskólans í Reykjavík, í samstarfi við námsbraut í heilbrigðisverkfræði og íþróttafræðisvið, standa að kynningum og fyrirlestrum um heilann. Markmiðið með vikunni er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi heilarannsókna og fræða almenning um heilann og heilahreysti.

Mánudaginn 14. mars verður haldinn opinn fyrirlestur í stofu M325 kl. 12-13:15.

Heiti fyrirlestursins er:
„Er heilahreysti í okkar höndum? Getum við fyrirbyggt heilabilun?“

María K. Jónsdóttir, taugasálfræðingur og dósent í sálfræði við HR flytur fyrirlesturinn Heilahreysti og forvarnir. Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, flytur erindið Næring og heilahreysti.

Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur er ókeypis.

Sjá meira um Heilavikuna hér:
http://www.ru.is/haskolinn/vidburdir/gefdu-heilanum-gaum-heilavika-i-hr

Ritstjórn mars 11, 2016 14:29