Ferðasaga frá Baskalandi – U3A

 

Þriðjudaginn 17. Nóvember, 2015, kl. 17:15  í Hæðargarði 31

 

munu ferðalangarnir sem sóttu Baska heim í haust segja ferðasögu sína í máli og myndum.

 

Ferðin var farin í kjölfar námskeiðs U3A á síðastliðnum vetri um samskipti Baska og Íslendinga í gegnum tíðina. Námskeiðið og ferðin voru skipulögð í samvinnu við Vináttufélag Íslendinga og Baska og tilefnið var að minnast þess að 400 ár voru liðin frá “spánverjavígunum” svokölluðu.

 

Sagt verður frá ferð U3A til Baskalands 27. september til 5. október sl. Sýndar verða myndir úr ferðinni, gerð grein fyrir heimsókn á merkilegt sjóminjasafn í Donostia (San Sebastian) með myndefni og einn ferðafélagi velur efni til að deila með okkur. Þau sem sjá um dagskrá eru Ríkharð Brynjólfsson, Magnús Bjarnason og Vera Snæhólm. Umræður verða eftir því sem tími vinnst til.

 

 

Indlandsferð

 

Jón Björnsson mun í lok fundarins reifa hugmyndir um námskeið og ferð til  Indlands á næsta ári sem allmargir félagar hafa sýnt áhuga.

 

 

 

Ritstjórn nóvember 16, 2015 11:53